Search
Close this search box.

Gervigreind og bókmenntaþýðingar

Tímaritið Counterpoint, tímarit félaga bókmenntaþýðenda í Evrópu, fjallar um gervigreind í nýjasta tölublaði sínu. Gervigreindin hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst í tengslum við bókmenntaþýðingar, en margir eru uggandi um margvísleg og ófyrirsjáanleg áhrif þessarar nýju tækni á greinina.   Hér má lesa nýjasta tölublaðið í heild sínni.

Auður Haralds látin

Auður Haralds rithöfundur lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 2. janúar 2024 eftir stutt veikindi.  Auður fæddist í Reykjavík þann 11. desember 1947. Hún starfaði sem blaðamaður, þýðandi, útvarpskona og pistlahöfundur og sinnti verslunar-, skrifstofu- og verksmiðjustörfum.  Fyrsta skáldsaga Auðar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, kom út árið 1979. Hún vakti mikla […]