Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans ásamt forsetahjónunum, menningarmálaráðherra og formanni FÍBÚT.

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropinn voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 24. febrúar. Pedro Gunnlaugur Garcia hlaut bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka fyrir verk sitt Lungu. Útgefandi er Bjartur. „Lungu er breið fjölskyldusaga margra kynslóða úr ólíkum heimshornum, sem færist smám saman inn á okkar tímaskeið hér á landi en teygir sig líka til framtíðar […]