Search
Close this search box.

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2022

Gleði ríkti á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 2. desember 2021 þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar: Í flokki barna- og unglingabókmennta Ótemjur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur Akam, ég […]

Einkaleg kvöldstund í Gunnarshúsi fimmtudaginn 9. des.

Fimmtudaginn 9. des kl. 20:00 lesa Eva Rún Snorradóttir, Kristín Ómarsdóttir og Valgerður Ólafsdóttir upp úr nýútkomnum bókum sínum. Eva Rún Snorradóttir kynnir og les upp úr bókinni Óskilamunir, smásagnasafni sem kom út í haust. Óskilamunir eru sögur um ástir sem finnast og tapast, hvernig sársauki mótar okkur, um allt það sem brotnar en ekki […]

Aðventa lesin í Gunnarshúsi

Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri 12. desember, þriðja sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 les Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, leikkona og handritshöfundur, og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri les heimamaðurinn Þór Ragnarsson áhugaleikari. Lesturinn hefst á […]