Search
Close this search box.

Halldóra K. Thoroddsen

Engill Síríus blikaði á suðurhimni, hvítari og skærari en allar hinar. Undir óravíddum hvolfsins lá barn á bakinu. Mjóslegið mannabarn undir kvöldhimni. Kyrrðin magnaði krafshljóðið undan sperrtum útlimum sem teiknuðu vængi og kyrtil í mjúka fönnina. Við hlið engilsins skildi barnið eftir teiknaða hörpu og klöngraðist uppá hæð til að líta verk sitt. Frá lífvana engilmynd […]