Eiríkur P. Jörundsson hlýtur Svartfuglinn
Eiríkur P. Jörundsson hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sögu sína Hefndarenglar. Eliza Reid, forsetafrú og bókmenntafrömuður, veitti verðlaunin í Gröndalshúsi. Hefndarenglar er fyrsta skáldsaga Eiríks P. Jörundssonar. Eiríkur lauk MA námi í sagnfræði frá HÍ og hefur starfað sem blaðamaður, upplýsingastjóri og safnastjóri. Hann starfar nú sem safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. Eiríkur er höfundur bókarinnar Þar sem land og haf […]