Kosning til stjórnar 2019

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 2. maí n.k. kl. 19.30. Framboðsfrestur til stjórnar rann út 18. mars s.l. Kosnir verða tveir meðstjórnendur. Kosningarnar munu fara fram rafrænt. Kjörfundur hefst 17. apríl og lýkur á miðnætti 1. maí. Allir skuldlausir félagsmenn (einnig heiðursfélagar og gjaldfrjálsir félagsmenn) munu fá sendan hlekk á […]

Starfsstyrkir, umsóknarfrestur til 7. maí

Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.500.000 kr. Veittir verða allt að tíu styrkir. Umsóknarfrestur t.o.m. 7. maí 2019.