Jón R. Hjálmarsson látinn

Jón R. Hjálm­ars­son, rithöfundur og fyrr­ver­andi fræðslu­stjóri, lést í Reykja­vík síðastliðinn laug­ar­dag, 96 ára að aldri. Hann fædd­ist 28. mars 1922. Jón lauk bú­fræðiprófi frá Hól­um 1942, stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1948, cand. mag.-prófi í ensku, þýsku og sögu frá Ósló­ar­há­skóla 1952 og cand. phi­lol.-prófi í sagn­fræði frá sama skóla árið 1954. Eft­ir nám […]