Tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur birt tilnefningar til verðlaunanna á árinu 2018. Frá Íslandi eru tilnefndar bækurnar Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir og Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler & Rakel Helmsdal. Alls eru tilnefndar 12 bækur frá öllum Norðurlöndunum.
Frelsi vinnur The European Poet of Freedom Literary Award 2018

Ljóðabókin Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur vann The European Poet of Freedom Literary Award í Póllandi um helgina! Rithöfundasambandið óskar Lindu innilega til hamingju með viðurkenninguna. Lesa meira