Frá stjórn RSÍ

Vegna áskriftarveitunnar Storytel sem farin er af stað hérlendis þá vill stjórn RSÍ árétta eftirfarandi: það er afstaða RSÍ að áskriftarstreymi hafi aldrei nokkurn tíma verið hluti af framseldum réttindum í útgáfusamningi Rithöfundasambandsins og Félags íslenskra bókaútgefenda. Um hann þurfi að semja sérstaklega og hefur það enn ekki verið gert í útgáfusamningi RSÍ og FÍBÚT. […]

Aðalfundur 26. apríl

Aðalfundur RSÍ verður haldinn 26. apríl 2018. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 22. mars nk. Kjósa þarf formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann, skv. 5. grein laga Rithöfundasambands Íslands. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 fimmtudaginn 22. mars n.k.