Search
Close this search box.

Aðventa lesin í Gunnarshúsum

Aðventa, saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum, verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri 10. desember, annan sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands á Dyngjuvegi 8, les Sólveig Pálsdóttir leikkona og rithöfundur söguna og hefst lestur kl. 13.30. Allir eru velkomnir á þessa kyrrðarstund í amstri […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Þýðingarmikið kvöld

Fimmtudagskvöldið 7. desember kl. 20.00 er blásið til þýðingakvölds í Gunnarshúsi. Þar verður lesið úr eftirtöldum bókum: PNÍN eftir Vladimar Nabokov og HNOTSKURN eftir Ian McEwan (þýð. Árni Óskarsson), ORLANDÓ (þýð. Soffía Auður Birgisdóttir), SMÁSÖGUR HEIMSINS (ritstj. Kristín Guðrún Jónsdóttir, margir þýðendur), VELKOMINN TIL AMERÍKU eftir Lindu Boström Knausgård og ALLT SEM ÉG EKKI MAN […]

JólaGestir* Ragga og Dassa 2017

Einstök kvöldstund þar sem skemmtikraftarnir Dagur Hjartarson og Ragnar Helgi Ólafsson axla ábyrgð á bókum sínum, Heilaskurðaðgerðinni og Handbók um minni og gleymsku. Bækurnar verða til sölu. Hverju seldu eintaki fylgir bolli af prestakaffi. Félagarnir munu líka líta um öxl og fara yfir farsælan feril, segja skemmtisögur úr bransanum sem margar hverjar hafa ekki heyrst […]