Kveðja frá Rithöfundasambandi Íslands

Fallinn er frá Sigurður Pálsson, ástkæra þjóðskáldið og heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands. Sigurður var formaður Rithöfundasambandsins á árunum 1984-1988. Hann var ekki sérlundað einveruskáld, en mikil og næm félagsvera, meistari samninganna, lipur og liðugur sáttamaður án þess þó að vera eftirgefanlegur þegar kom að kjarna máls og grundvallarréttindum. Hann hafði fagurt lag á sannfæringunni og líka […]