Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 3. október
Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 3. október 2017.
Höfundakvöld í Gunnarshúsi í haust
Kæru félagsmenn! Góð reynsla hefur verið af höfundakvöldum í Gunnarshúsi undanfarin þrjú ár. Á þeim hefur tekist að lyfta jólabókavertíðinni upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma. Í ár er boðið upp á átta fimmtudagskvöld (19. október – 7. desember) sem félagar í RSÍ geta tekið frá […]