Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi helgað Látra-Björgu í samtímanum

Höfundakvöld í Gunnarshúsi fimmtudaginn 20. október verður helgað Látra-Björgu (1716-1784) og sterkri innkomu hennar hennar á 300 ára afmæli sínu sem er í ár. Umsjónarmaður höfundakvöldsins er Halldóra Thoroddsen, ljóðskáld, smáprósa- og skáldsagnahöfundur. Höfundar og kvæðamenn: Valgarður Egilsson, sem árið 2014 sendi frá sér bókina Steinaldarveislan þar sem Látra-Björg og hennar heimaslóðir koma við sögu. Valgarður […]

Málþing – Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fimm ára.

Reykjavík fagnar fimm ára afmæli sem Bókmenntaborg UNESCO nú í haust. Af því tilefni efnir Bókmenntaborgin til málþings um gildi orðlistar í samfélaginu í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands. Þingið er haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn 19. október frá kl. 13 – 16 og er það öllum opið. Ekkert þátttökugjald. Rithöfundar, fræðimenn, útgefendur, fjölmiðlafólk og […]