Ingibjörg Haraldsdóttir hlýtur heiðursviðurkenningu

Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og þýðandi, hlaut í gær heiðursviðurkenningu Samvinnustofnunar Rússlands um menningar- og mannúðarmál fyrir störf í þágu rússneskrar menningar. Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasiliev, afhenti Ingibjörgu viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússlands í Reykjavík. Ingibjörg hefur verið afkastamikill þýðandi klassískra rússneskra bókmennta og eftir hana liggja íslenskar þýðingar á fjölmörgum höfuðverkum Rússa. […]