Tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016

Þrettán verk eru tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016. Arnar Már Arngrímsson og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir eru tilnefnd fyrir hönd Íslands, Arnar Már fyrir skáldsöguna Sölvasaga unglings (2015) og Ragnhildur fyrir skáldsöguna Koparborgin (2015). Tilkynnt verður um verðlaunahafa þann 1. nóvember næstkomandi í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn. Verðlaunafé er 350 þúsund d.kr. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun […]