Jæja … frá formanni!
Jæja … góður félagsfundur er að baki um samningamálin. Fundurinn var ætlaður til að bera saman bækur og taka niður ábendingar og tillögur. Ég fór í upphafi fundar yfir hinar margvíslegu samningsgerðir RSÍ. Hallgrímur Helgason sagði frá samningnum við útgefendur og Gauti Kristmannsson fjallaði um þýðingasamninginn og Sölvi Björn Sigurðsson kynnti könnun sína á kvikmyndarétti […]