Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Bækurnar Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson og Skessukatlar eftir Þorstein frá Hamri eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár sem framlag Íslands. Tilkynnt var um tilnefningarnar í morgun. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin við athöfn í Reykjavík 27. október. Sigurvegarinn fær 350 þúsund danskar krónur. Tilnefningar: Danmörk Pia Juul: Avuncular. Onkelagtige tekster. […]
Magnea frá Kleifum látin
Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum rithöfundur lést 17. febrúar s.l. 84 ára að aldri. Rithöfundasamband Íslands þakkar Magneu samfylgdina og sendir fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Magnea (Magnúsdóttir) frá Kleifum fæddist í Strandasýslu 18. apríl 1930. Hún hlaut átta mánaða barnaskólamenntun, var einn vetur í unglingaskóla og einn vetur í húsmæðraskóla. Hún var húsmóðir og bóndi auk ritstarfa. […]
Kjarvalsstofa í París
Kjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð – vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningar- málaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur […]