Umsókn um félagsaðild

4. grein laga Rithöfundasambands Íslands um rétt til félagsaðildar.

Rétt til félagsaðildar eiga íslenskir höfundar og þýðendur, handritshöfundar, leikskáld, myndhöfundar bókmennta, auk erlendra höfunda og þýðenda sem hafa fasta búsetu á Íslandi. Félagar geta orðið þeir sem birt hafa ígildi a.m.k. tveggja fullgildra verka, þýddra, eða frumsaminna,sem teljast hafa ótvírætt listrænt-, heimilda- eða menningargildi og falla í einhvern eftirfarandi flokka:

1. Útgefið skáldverk.

2. Útgefið fræðirit eða rit almenns eðlis.

3. Handrit að verki sem sýnt hefur verið í sjónvarpi, kvikmyndahúsum, flutt í hljóðvarpi á sviði eða birt á streymisveitum.

Á aðalfundi séu kjörnir þrír menn í inntökunefnd og mega þeir ekki vera úr hópi stjórnarmanna sambandsins. Inntökunefnd sé kjörin til eins árs í senn. Enginn sitji þó lengur í nefndinni en þrjú ár samfleytt. Inntökunefnd skipar sér formann sem ber ábyrgð á boðun funda og samskiptum við skrifstofu RSÍ. Inntökunefnd  fjalli ítarlega um hverja inntökubeiðni  áður en ákvörðun er tekin. Inntökunefnd meti vægi framlagðra verka meðal annars með tilliti til listræns gildir, umfangs þeirra, útgáfu eða birtingarháttar, hvort höfundur standi einn að þeim o.s.frv. Þannig má meta að verðleikum sjálfsútgefin verk, ritlinga eða samstarfsverkefni þótt ekki telji þau endilega ein og sér sem ígildi fullgilds verks. Umsóknum skal svarað innan mánaðar frá því að þær berast. Unnt er að fara fram á rökstuðning ef umsókn um inngöngu er hafnað. Félagsmenn eru bundnir af samþykktum og gerðum samningum Rithöfundasambands Íslands, sjá nánar í 3. og 7. grein.

Með umsókn fylgi tvö útgefin verk umsækjanda. Verkunum skal skilað sem eintökum á skrifstofu RSÍ eða í pdf formi með tölvupósti á netfangið umsoknir@rsi.is . Eintök má nálgast aftur á skrifstofunni þegar inntökunefnd hefur lokið störfum. Ef verkin sem um ræðir eru kvikmyndir eða leikrit má leggja fram staðfestingu á birtingu í formi hlekkja á umfjallanir um sýningar ef handrit eru ekki aðgengileg.
 
Inntökubeiðni er ekki lögð fyrir nefndina fyrr en verkum hefur verið skilað inn.
 

Árgjald RSÍ 2024 er kr. 19.800. 

Hér er fjallað ítarlegar um þau kjör sem félagsmenn innan RSÍ njóta og ýmsa þjónustu sem Rithöfundasamband Íslands veitir.

Félagsmenn eru bundnir af samþykktum og gerðum samningum Rithöfundasambands Íslands, sjá nánar í 3. og 7. grein laga RSÍ.

Athugið að RSÍ geymir bankaupplýsingar félagsmanna milli ára og birtir upplýsingar um félagsmenn í félagatali á heimasíðu. Með því að sækja um félagsaðild samþykkir umsækjandi að upplýsingar um hann birtast í félagatalinu.


Umsóknareyðublað

Rithöfundasamband Íslands er samningsaðili við:

  • Félag íslenskra bókaútgefenda (útgáfu- og þýðingasamningar)
  • Ríkisútvarpið/sjónvarpið
  • Þjóðleikhúsið
  • Leikfélag Reykjavíkur
  • Leikfélag Akureyrar
  • Menntamálastofnun og Hljóðbókasafn

Rithöfundasambandið fer með réttindi félagsmanna gagnvart:

  • FJÖLÍS (hagsmunafélagi sjö höfundaréttarsamtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höfundaréttar og nýtt eru með ljósritun, skönnun, rafrænni eftirgerð eða annarri hliðstæðri eftirgerð)
  • IHM (Innheimtumiðstöðin er hagsmunasamtök höfunda, listflytjenda og framleiðenda til réttargæslu í samræmi við 3. – 6. mgr. 11. gr. höfundalaga)

Lögfræðingur Rithöfundasambandsins veitir félagsmönnum ókeypis ráðgjöf með milligöngu skrifstofu.

Félagsmenn í RSÍ fá afslátt hjá eftirfarandi:

  • Þjóðleikhúsið: Einn miða á 1.000 kr. sem keyptur er samdægurs, eftir kl. 16:00
  • Leikfélag Reykjavíkur/Borgarleikhús: Einn miða á almennar sýningar á 1500 kr. Einn miði á söngleiki með 50% afslætti gegn framvísun félagsskírteinis. Miðarnir fást á þessum verðum samdægurs, eftir klukkan 16:00 á Stóra sviði og eftir kl 18 á Litla og Nýja sviði. Þó ekki á frumsýningar.
  • Bíó Paradís: 25% afsláttur af stökum bíómiðum gegn framvísun skírteinis og 20% afsláttur af hátíðarpassa Stockfish kvikmyndahátíðarinnar
  • Penninn Eymundsson og Iða verslanir: 15% afsláttur
  • Skrifstofuvörur, Skútuvogi 11: 10% afsláttur

Skrifstofa Rithöfundasambandsins er opin alla virka daga frá 10.00 – 14.00 og er félögum velkomið að leita þangað með fyrirspurnir um hvaðeina sem tengist ritstörfum.

Inntökunefnd 2023 – 2024:

Ragnheiður Gestsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir