Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021 voru kynntar 1. desember sl. á Kjarvalsstöðum.

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar 2022 af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Formenn dómnefndanna þriggja, Andri Yrkill Valsson, Hanna Steinunn Þorleifsdóttir og Ragna Gestsdóttir munu koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni, Gísla Sigurðssyni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Félag íslenskra bókaútgefenda kostar verðlaunin.

Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Guðrún Ása Grímsdóttir – Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III. Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag

Kristjana Vigdís Ingvadóttir – Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu : Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku. Útgefandi: Sögufélag

Sigrún Helgadóttir – Sigurður Þórarinsson : Mynd af manni I-II. Útgefandi: Náttúruminjasafn Íslands

Snorri Baldursson – Vatnajökulsþjóðgarður: Gersemi á heimsvísu. Útgefandi: JPV útgáfa

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir – Bærinn brennur : Síðasta aftakan á Íslandi. Útgefandi: JPV útgáfa

Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki barna- og ungmennabóka:

Arndís Þórarinsdóttir – Bál tímans : Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár. Myndhöfundur: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Mál og menning

Guðlaug Jónsdóttir og Hlíf Una Bárudóttir myndhöfundur – Í huganum heim. Útgefandi: Guðlaug Jónsdóttir og Karl K. Ásgeirsson

Jakob Ómarsson – Ferðalagið : styrkleikabók. Útgefandi: Af öllu hjarta

Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir myndhöfundur – Reykjavík barnanna. Útgefandi: Iðunn

Þórunn Rakel Gylfadóttir – Akam, ég og Annika. Útgefandi: Angústúra

Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki skáldverka:

Arnaldur Indriðason – Sigurverkið. Útgefandi: Vaka Helgafell

Guðni Elísson – Ljósgildran. Útgefandi: Lesstofan

Hallgrímur Helgason – Sextíu kíló af kjaftshöggum. Útgefandi: JPV útgáfa

Kamilla Einarsdóttir – Tilfinningar eru fyrir aumingja. Útgefandi: Veröld

Svikaskáld : Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir – Olía. Útgefandi: Mál og menning

LESA MEIRA


Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna

Sunnudaginn 1. desember var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Jón Viðar Jónsson
Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965
Útgefandi: Skrudda

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi
Útgefandi: Vaka-Helgafell

Páll Baldvin Baldvinsson
Síldarárin 1867-1969
Útgefandi: JPV útgáfa

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir
Jakobína – saga skálds og konu
Útgefandi: Mál og menning

Unnur Birna Karlsdóttir
Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi
Útgefandi: Sögufélag

Dómnefnd skipuðu: Árni Sigurðsson, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Knútur Hafsteinsson sem jafnframt var formaður nefndar.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Arndís Þórarinsdóttir
Nærbuxnanjósnararnir
Útgefandi: Mál og menning

Bergrún Íris Sævarsdóttir
Langelstur að eilífu
Útgefandi: Bókabeitan

Hildur Knútsdóttir
Nornin
Útgefandi: JPV útgáfa

Lani Yamamoto
Egill spámaður
Útgefandi: Angústúra

Margrét Tryggvadóttir
Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir
Útgefandi: Iðunn

Dómnefnd skipuðu: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, formaður nefndar, Jórunn Sigurðardóttir og Þórlindur Kjartansson.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Svínshöfuð
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Bragi Ólafsson
Staða pundsins
Útgefandi: Bjartur

Guðrún Eva Mínervudóttir
Aðferðir til að lifa af
Útgefandi: Bjartur

Sölvi Björn Sigurðsson
Selta – Apókrýfa úr ævi landlæknis
Útgefandi: Sögur útgáfa

Steinunn Sigurðardóttir
Dimmumót
Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu: Bergsteinn Sigurðsson, formaður nefndar, Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson