Skrifstofa RSÍ

Skrifstofa Rithöfundasambands Íslands hefur aðsetur sitt í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 og er opin 10-14 alla virka daga. Höfundum velkomið að leita þangað með fyrirspurnir um hvaðeina sem tengist ritstörfum og réttindum höfunda.

RSÍ er aðal upplýsingaveitan um höfundarétt rithöfunda á Íslandi og veitir upplýsingar um réttindi, samninga, taxta og ýmis önnur fagmál. RSÍ er enn fremur eini aðilinn sem heldur utan um rétthafaskrá látinna höfunda og veitir iðulega upplýsingar úr henni. Öll ráðgjöf sem skrifstofa RSÍ veitir stendur félagsmönnum til boða endurgjaldslaust.

Starfsfólk

Framkvæmdastjóri RSÍ er Ragnheiður Tryggvadóttir og hefur hún á að skipa mikilli sérþekkingu á málefnum höfunda eftir áratuga starf við réttindamál, samningamál og samskipti við stjórnvöld, stofnanir og samtök.

Verkefnisstjóri RSÍ er Þórunn Hafstað og stýrir hún verkefnum á borð við Skáld í skólum, Höfundasjóði og málefnum þýðenda.

Lögfræðingur RSÍ er Sigrún Ingibjörg Gísladóttir  lrd. sem hefur farið með samningamál fyrir höfunda og er sérstakur ráðgjafi sambandsins þegar kemur að höfundarétti og kvikmyndarétti. Allir félagsmenn eiga rétt á gjaldfrjálsri ráðgjöf hennar eftir nánar ákveðnum reglum.