Search
Close this search box.

Samningur við Menntamálastofnun

Menntamálastofnun (nú Miðstöð menntunar og skólaþjónustu) og Rithöfundasamband Íslands gera hér með eftirfarandi

SAMNING

um greiðslu ritlauna til höfunda eða annarra rétthafa fyrir afnot af ritverkum í prentuðum safnritum gefnum út af Menntamálastofnun á grundvelli heimildar í 17. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Útgáfa á grundvelli 17. gr. höfundalaga takmarkast við prentaðar bækur enda séu þegar liðin 5 ár frá næstu áramótum eftir útgáfu þeirra.

  1. gr.

Fyrir afnot ritverka greiðir Menntamálastofnun til Rithöfundasambandsins svo sem hér segir:

a) fyrir laust mál, frumsamið greiðast kr. 8.148 fyrir hverja meðalsíðu og byrjaða blaðsíðu. Meðalsíða telst blaðsíða sem á eru 2.160 letureiningar. Þegar einingafjöldi á síðu er annar skal umreikna hann í meðalsíðu. Fyrir þýðingar greiðist 50% af ofangreindum ritlaunum fyrir frumsamið efni kr. 4074.

b) Fyrir frumsamið ljóð, allt að 20 ljóðlínur greiðast kr.16.282. Fyrir hverja ljóðlínu umfram, greiðast kr. 684. Fyrir þýdd ljóð greiðast sömu ritlaun.

  1. gr.

Greiðslur samkvæmt 1. gr. eru miðaðar við allt að 5000 prentuð eintök bókar í frumútgáfu. Sé upplag meira breytast greiðslur í samræmi við það. Fyrir endurútgáfu greiðast sömu ritlaun.

  1. gr.

Í febrúar ár hvert sendir Menntamálastofnun Rithöfundasambandinu skýrslu um bækur með gjaldskyldu efni samkvæmt samningi þessum, sem Menntamálastofnun hefur gefið út á almanaksárinu á undan. Sé samið um útgáfu á vef, sbr. 8. gr. samnings þessa, skal sú birting innifalin í skýrslunni, á sundurliðaðan máta. Ef Rithöfundasambandið gerir ekki athugasemd við skýrsluna innan tveggja vikna frá móttöku hennar skoðast hún samþykkt. Ritlaun samkvæmt skýrslunni teljast þá gjaldfallin og skulu greidd innan eins mánaðar frá því skýrslan var samþykkt.

  1. gr.

Skylt er Menntamálastofnun að fá leyfi höfundar til að birta eftir hann efni samkvæmt samningi þessum.

  1. gr.

Menntamálastofnun greiðir Rithöfundasambandinu árlega kr. 750.000 sem þóknun fyrir milligöngu, umsýslu og þjónustu vegna þessa samnings. Gjalddagi greiðslunnar ár hvert skal vera sá hinn sami og gjalddagi ritlauna skv. 3. gr. samnings þessa.

  1. gr.

Rithöfundasambandið greiðir rétthöfum á grundvelli samnings þessa án tillits til félagsaðilar þeirra, þá þóknun sem þeim ber samkvæmt samningi þessum. Greiðslan skal fara fram innan eins mánaðar frá því að Rithöfundasambandið móttók greiðsluna frá Menntamálastofnun.

  1. gr.

Menntamálastofnun er skylt að tilgreina höfunda þess efnis sem birt er í útgefnu efni Menntamálastofnunar hvort sem um er að ræða útgefnar bækur eða birtingu á vef skv. 8. gr. Menntamálastofnun virðir sæmdarrétt höfundar skv. 4. gr. höfundalaga nr. 73/1972 í hvívetna, einnig þann hluta sæmdarréttar sem snýr að nafngreiningu höfunda.

  1. gr.

Allar fjárhæðir samkvæmt samningi þessum skulu breytast samkvæmt vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands gefur út mánaðarlega. Breytingar á töxtum skal gera árlega skv. framangreindri vísitölu neysluverðs, fyrir móttöku greiðslna skv. 3. gr. samnings þessa.

  1. gr.

Samningur þessi tekur gildi án undirskriftar 2021 og tekur við af eldri samningi dags. 6. desember 1985.  Samningur þessi endurnýjast sjálfkrafa um eitt ár í senn, nema honum sé sagt upp skriflega með þriggja mánaða fyrirvara.

  1. gr.

Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða eintökum og heldur hvor samningsaðili einu eintaki.

  1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða

 Samning þennan skal endurskoða í heild innan tveggja ára frá gerð hans.

Samningurinn hefur tekið gildi en er enn óundirritaður vegna ófrágengis ákvæðis, sjá hér fyrir neðan.

Eftirfarandi ákvæði er enn ófrágengið.

Menntamálastofnun getur óskað eftir því sérstaklega við höfund að fá að birta verk þeirra á vef, sem hljóðbók eða rafbók, í allt að 10 ár frá útgáfu bókar en þó aldrei lengur en sem nemur tímalengd útgáfusamnings við frumhöfund. Höfundi er frjálst að synja slíkri beiðni og Menntamálastofnun er skylt að upplýsa höfund um að birting á vef sé fyrir utan gildissvið 17. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Samþykki höfundur birtingu á vef skal greiða kr. XXXX fyrir slíka birtingu, árlega. Samþykki höfundur birtingu á vef skal Menntamálastofnun óska eftir að höfundur gefi Rithöfundasambandinu umboð til að móttaka árlega greiðslu fyrir birtingu á vef. Um greiðslur samkvæmt grein þessari fer að öðru leyti eftir 3. gr. og 6. gr. samnings þessa. Menntamálastofnun greiðir Rithöfundasambandinu aukalega 10% af þóknun skv. 5. grein árlega fyrir milligöngu, umsýslu og þjónustu vegna greiðslna skv. þessari grein. Sú greiðsla skal greiðast á sama tíma og annað umsýslugjald samkvæmt 5. gr. samnings þessa. [samningskvaðaleyfi]

*Ganga þarf úr skugga um gagnvart ráðuneytinu hvort sækja þurfi um samningskvöð skv 26.gr. a