Samningur við Hljóðbókasafn Íslands

Samningur við Hljóðbókasafn Íslands – Pdf-skjal

                                                                                           Starfsreglur Hljóðbókasafns

Hljóðbókasafn Íslands og Rithöfundasamband Íslands gera hér með eftirfarandi samning um fyrirkomulag og bætur vegna eintakagerðar, dreifingar og miðlunar eintaka á aðgengilegu formi  fyrir sjón- og/ eða lestrarhamlaða skv. 19. gr. höfundalaga nr. 73/1972 með áorðnum breytingum. 

  1. gr.
    Almenn ákvæði
    1.1 Aðilar samningsins:
    Samningur þessi er gerður af Hljóðbókasafni Íslands (HBS) sem heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneytið og Rithöfundasambandi Íslands (RSÍ). 
  1. gr.
    Viðfangsefni samningsins og umfang
    2.1 Viðfangsefni:
    Samningur þessi kveður á um framkvæmd þess réttar sem Hljóðbókasafn Íslands hefur skv. lögum til að gera eintök á aðgengilegu formi af birtum verkum og til dreifingar og miðlunar í samræmi við höfundalög og reglugerðir sem settar eru með stoð í höfundalögum. HBS ábyrgist gagnvart RSÍ að halda sig alfarið innan ramma laga um heimild til eintakagerðar, dreifingar og miðlunar, sbr. lokamálsgrein 19. gr. c höfundalaga.

2.2 Notendur
Eintök á aðgengilegu formi sem framleidd eru samkvæmt 19. gr. höfundalaga eru til miðlunar og dreifingar fyrir sjón- eða lestrarhamlaða sbr. 19. gr. höfundalaga. Forsenda fyrir aðgangi að þessu efni er að notandinn sé skráður sem slíkur hjá Hljóðbókasafni Íslands og uppfylli skilyrði laga til að teljast sjón- eða lestrarhamlaður. Miðlun og dreifing slíkra eintaka á aðgengilegu formi til annarra er óheimil. Einstaklingur með sjón- eða lestrarhömlun telst sá vera (skv. 19.gr. höfundalaga) sem, án tillits til annarrar fötlunar:

  1. er blindur,
  2. hefur skerta sjón, sem er ekki unnt að bæta þannig að ná megi sjónhæfni sem er að mestu leyti sambærileg sjónhæfni einstaklings sem býr ekki við slíka skerðingu, og getur þar af leiðandi ekki lesið prentað mál í nokkurn veginn sama mæli og einstaklingur sem hefur ekki slíka skerðingu,
  3. hefur skerta getu til skynjunar eða lestrar og getur þar af leiðandi ekki lesið prentað mál í nokkurn veginn sama mæli og einstaklingur sem hefur ekki slíka fötlun eða
  4. getur ekki á annan hátt, vegna líkamlegrar fötlunar, haldið á bók eða meðhöndlað hana eða náð sjónskerpu eða hreyft augun að því marki að viðunandi sé til að geta lesið.

2.3 Eintakagerð
Hljóðbókasafnið er viðurkennd eining og því hefur það með vísan til 19. gr. c höfundalaga heimild til að gera eintök á aðgengilegu formi af verkum til dreifingar og miðlunar til sjón- eða lestrarhaml­aðra á þeim grunni og í þeim tilgangi sem lögin kveða á um.  Hljóðbókasafninu er einnig heimilt að gera einkaréttarlega samninga við rétthafa um kaup á eintökum til dreifingar og miðlunar en þess skal þó gætt að höfundur hljóti ekki lægri bætur við slík kaup á eintökum heldur en hann hefði hlotið ef Hljóðbókasafnið hefði nýtt heimild sína til eintakagerðar skv. 19. gr. c höfundalaga. Gerð eintaka á vegum HBS skal ávallt miðast við þarfir skjólstæðinga safnsins enda er um sértækar lausnir að ræða.

2.4 Dreifing og miðlun
Um dreifingu og miðlun Hljóðbókasafnsins á verkum til sjón- eða  lestrarhamlaðra vísast til 19. gr. c um heimild Hljóðbókasafns til slíkrar miðlunar. 

  1. gr.
    Öryggisákvæði.

Skv. 19. gr. e. höfundalaga skal viðurkennd eining setja sér starfsreglur til að tryggja m.a. samkvæmt b-lið að hún geri viðeigandi ráðstafanir til þess að vinna gegn óheimilli eftirgerð eintaka á aðgengilegu formi eða því að þeim sé dreift, miðlað til almennings eða þau gerð aðgengileg almenningi með óheimilum hætti. Starfsreglurnar eru uppfærðar og endurskoðaðar reglulega og eru fylgiskjal með samningi þessum. Starfsreglurnar eru aðgengilegar á vef HBS.

Hljóðbókasafn Íslands skuldbindur sig til að sjá til þess að öll eintök sem framleidd eru á grundvelli þessa samnings séu merkt með eftirfarandi texta fremst í eintakinu:

„Hljóðbókasafn Íslands þjónar samkvæmt lögum eingöngu þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur. Þessi bók er gerð aðgengileg [ártal] í samræmi við ákvæði 19. greinar höfundalaga og samning Hljóðbókasafns Íslands og Rithöfundasambands Íslands. Eintak þetta er eign Hljóðbókasafns Íslands og það má ekki afrita. Útlán eru merkt lánþegum og bækur safnsins eru eingöngu fyrir skráða lánþega. Safnið áskilur sér rétt til að loka aðgangi verði misnotkunar vart. Athugið að geisladiskum ber að farga að notkun lokinni.

Eldri eintök í safninu eru flest með sambærilegum texta.

  1. gr.
    Skyldur og réttindi
    4.1.Merking eintaka:
    Þegar hljóðupptökur eru gerðar skal höfundar, titils og upphaflegs útgefanda getið
    á hverju eintaki, sem og framleiðsluárs og framleiðanda. Að öðru leyti gilda ákvæði
    höfundalaga um merkingar eintaka.

4.2. Tilkynningar:
Hljóðbókasafn Íslands skal birta á vef sínum https://hbs.is/ lista yfir þau verk sem framleidd eru ár hvert auk lista yfir öll verk sem það hefur til dreifingar og miðlunar.

4.3 Upplýsingar úr útlánakerfi HBS:

Fyrir lok mars ár hvert skal HBS afhenda RSÍ upplýsingar úr útlánakerfi sínu yfir öll útlán almanaksársins á undan, skráð á nöfn höfunda eða þýðenda sbr. grein 5.1(b). RSÍ setur nánari skilgreiningu á því hvaða tæknilegu upplýsingar þurfa að fylgja.

4.4 Meðferð frumtexta:

HBS skuldbindur sig til að tryggja að sérhvert eintak á aðgengilegu formi virði heilleika verksins eða annars efnis, að teknu tilhlýðilegu tilliti til þeirra breytinga sem nauðsynlegar eru til að gera verkið eða annað efni aðgengilegt á öðru formi.  HBS er heimilt að gera þær breytingar á eintaki á aðgengilegu formi sem nauðsynlegar eru fyrir einstaka notendur safnsins og taka tillit til þeirra sérlausna sem henta skjólstæðingum þess. HBS framleiðir efni aðeins til aðgengisjöfnunar en ekki til útgáfu.

  1. gr.
    Gjaldskrá og greiðslur
    Fyrir eintakagerð, dreifingu og miðlun á grundvelli 19. gr. c höfundalaga á höfundur rétt á greiðslum bóta, sbr. 19. gr. d höfundalaga.

5.1 Gjaldskrá

Greiðslur fyrir eintakagerð skulu miðast við hvern titil.
a) Hljóðbókasafn Íslands skal greiða eingreiðslu kr. 39.000 fyrir ritverk sem eru
frumsamin á íslensku til höfundar, en fyrir þýdd ritverk greiðist helmingur taxtans til þýðanda.

  1. b) greiðslur fyrir dreifingu og miðlun. Fyrir dreifingu og miðlun skal greitt á grundvelli laga um bókmenntir nr. 91/2007 sbr. úthlutunar- og starfsreglur samþykktar af menntamálaráðherra 16. febrúar 2021.

5.2. Greiðslur
Um greiðslur samkvæmt 5.1 a) gildir: að ársfjórðungslega sendir Hljóðbókasafnið Rithöfundasambandinu lista yfir verk sem eintök eru gerð af eða keypt af útgefendum á tímabilinu, ásamt upplýsingum um höfunda verkanna. RSÍ yfirfer listann og sendir reikning fyrir þeim greiðslum sem HBS ber að inna af hendi.

Greiðslur samkvæmt 5.1. b) skulu greiddar af árlegri fjárveitingu á fjárlögum til bókasafnssjóðs höfunda samkvæmt þeim lögum og reglum sem gilda þar um.

5.3 Viðmiðun gjaldskrár:
Upphæðir í samningi þessum skv. gr. 5.1 a) og 6.2 skulu uppreiknaðar 1. janúar árlega samkvæmt breytingum á launavísitölu.

  1. gr.
    Framkvæmd samnings

6.1 Viðtakandi greiðslna:
Allar greiðslur samkvæmt samningi þessum skulu inntar af hendi til Rithöfundasambands Íslands sem annast meðferð tekna og dreifingu til eigenda höfundaréttar óháð félagsaðild.

RSÍ skuldbindur sig til að inna greiðslur skv. grein 5.1 a) í samningi þessum af hendi til höfunda verka eigi síðar en 6 vikum eftir að HBS hefur greitt þær til RSÍ. Um greiðslur fyrir dreifingu og miðlun verka skv. grein 5.1 b) í samningi þessum skal farið eftir III. kafla laga um bókmenntir nr. 91/2007. RSÍ skuldbindur sig enn fremur til að halda eftir og standa skil á fjármagnstekjuskatti af greiðslunum.

6.2 Umsýslugjald.

Hljóðbókasafn Íslands greiðir Rithöfundasambandi Íslands árlega umsýslugjald að fjárhæð kr. 2.600.000. Gjalddagi greiðslu skal vera fyrir 31. mars ár hvert.

6.3 Upplýsingaskylda
Hljóðbókasafns Íslands er ríkisstofnun og er sem slík bundin af upplýsingalögum nr. 140/2012 og Stjórnsýslulögum nr. 37/1993 um upplýsingagjöf sem ekki brýtur í bága við lög um persónuvernd nr. 90/2018. 

  1. gr.
    Lausn ágreiningsmála.
    Komi upp ágreiningur vegna framkvæmdar samnings þessa munu aðilar samningsins leitast við að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ágreiningi um bætur; fjárhæðir og fyrirkomulag, má skjóta til úrskurðarnefndar skv. 57. gr. höfundalaga. 
  1. gr.
    Gildistími
    Samningur þessi gildir til ársloka 2022 og framlengist um eitt ár í senn, nema
    honum sé sagt upp skriflega með þriggja mánaða fyrirvara.
  1. gr. Undirritun
    Samningur þessi er gerður í 3 eintökum og heldur hvor samningsaðili einu
    eintaki og ráðuneyti mennta- og menningarmála fær það þriðja.

Reykjavík 22.9.2022