Endurheimt réttindi

Hér má sjá tillögur RSÍ að bréfum fyrir höfunda sem óska eftir að endurheimta rétt sinn til útgáfu eldri verka, hljóðbóka eða rafbóka.

Endurheimt réttindi – útgáfuréttur               pdf-skjal

Meðfylgjandi er tillaga RSÍ að bréfi þar sem höfundar óska eftir að endurheimta rétt sinn til útgáfu eldri verka. Tilvísunin er í 3. grein núgildandi útgáfusamnings.

Tillaga:

Kæri [útgefandi/ritstjóri], bókarinnar/bókanna:

  1. heiti
  2. ártal frumútgáfu
  3. ártal síðustu útgáfu/prentunar

sem er uppseld hjá forlaginu.

Ég óska eftir að bókin/bækurnar verði gefnar út/prentaðar að nýju.

Ef ákveðið hefur verið að bókin/bækurnar verði ekki endurútgefnar/endurprentaðar innan sex mánaða frá móttöku þessara tilmæla lít ég svo á að rétturinn til útgáfu verkanna skv. samningi þar um falli aftur til mín. (sjá 3. gr. útgáfusamnings)

Ef ekki verður af endurútgáfu að ræða er litið svo á með vísan til 3. gr. útgáfusamnings að ekki sé lengur fyrir hendi skylda til að bjóða upprunalegum útgefanda síðari útgáfur og að allur útgáfuréttur hafi runnið aftur til höfundar.

 

Endurheimt réttindi – hljóðbókaréttur         pdf-skjal

Meðfylgjandi er tillaga RSÍ að bréfi þar sem höfundar óska eftir að endurheimta rétt sinn til útgáfu hljóðbóka eftir að 18 mánuðir eru liðnir frá útgáfudegi prentaðrar bókar. Tilvísunin er í 1. grein c., núgildandi útgáfusamnings.

Tillaga:

Kæri [útgefandi/ritstjóri], bókarinnar/bókanna:

  1. heiti
  2. ártal frumútgáfu
  3. ártal síðustu útgáfu/prentunar

Ég óska eftir að bókin/bækurnar verði gefin/nar út í hljóðbókaformi.

Ef ákveðið hefur verið að bókin/bækurnar verði ekki gefin/nar út sem hljóðbók/bækur innan þriggja mánaða frá móttöku þessara tilmæla lít ég svo á að rétturinn til útgáfu hljóðbókarinnar/hljóðbókanna falli aftur til mín. (sjá 1. gr. c., útgáfusamnings).

 

Endurheimt réttindi – rafbókaréttur             pdf-skjal

Meðfylgjandi er tillaga RSÍ að bréfi þar sem höfundar óska eftir að endurheimta rétt sinn til útgáfu á rafrænu formi eftir að 18 mánuðir eru liðnir frá útgáfudegi prentaðrar bókar. Tilvísunin er í 1. grein d., núgildandi útgáfusamnings.

Tillaga:

Kæri [útgefandi/ritstjóri], bókarinnar/bókanna:

  1. heiti
  2. ártal frumútgáfu
  3. ártal síðustu útgáfu/prentunar

Ég óska eftir að bókin/bækurnar verði gefin/nar út í rafrænu formi.

Ef ákveðið hefur verið að bókin/bækurnar verði ekki gefin/nar út í rafrænu formi innan þriggja mánaða frá móttöku þessara tilmæla lít ég svo á að rétturinn til útgáfu í rafrænu formi falli aftur til mín. (sjá 1. gr. d., útgáfusamnings).