Search
Close this search box.

Ljósvakasjóður – umsóknareyðublað skv. 5.gr. B.

Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð rétthafa – IHM auglýsir Rithöfundasamband Íslands hér með eftir umsóknum vegna fjárframlaga úr Ljósvakasjóði skv. sérstökum umsóknum, 5. gr. B.

Um úthlutun skv. 5. gr. B. geta sótt; þýðendur skjátexta, rétthafar að styttri verkum, brotum úr verkum, stökum ljóðum sem og frumhöfundar skáldverka sem leikgerðir, þættir eða kvikmyndir hafa verið gerðar eftir. Í umsóknum um greiðslur skv. þessum lið skal rökstyðja og gera grein fyrir notkun á einstökum verkum  sem birt hafa verið í hljóð- eða sjónvarpi 2023. Úthlutað er á grundvelli mats úthlutunarnefndar.

Umsóknir skulu berast fyrir 10. september 2024. 

Reglur Ljósvakasjóðs.

Umsóknareyðublað