Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Skáld í skólum

skaldlogoSkáld í skólum – Bókmenntadagskrár til flutnings í grunnskólum

Bókmenntaverkefnið Skáld í skólum er tíu ára í haust, en það hóf göngu sína haustið 2006. Allt frá upphafi tóku grunnskólar landsins því fagnandi, enda um margt nýstárlegt þar sem ólíkum höfundum er teflt saman og dagskárnar sem í boði hafa verið úr ýmsum áttum. Þegar hafa yfir 50 mismunandi dagskár orðið til innan vébanda verkefnisins og það er í stöðugri þróun.

Þetta árið kynnum við nýjung sem margir hafa kallað eftir, en það eru ritsmiðjuheimsóknir þar sem vanir rithöfundar leiða nemendur inn í ævintýraheim skapandi skrifa. Skólar geta valið um það hvort höfundarnir hitta nemendur einu sinni, tvisvar eða þrisvar sinnum í ritsmiðjum og bjóðast þær nemendum á öllum skólastigum. Hinar hefðbundnari rithöfundaheimsóknir eru einnig afar metnaðarfullar og spennandi, sumar eru framsæknar en aðrar sækja í menningararfinn. Við höldum til að mynda áfram að kynna meistara bókmenntasögunnar fyrir nemendum en þetta árið er boðið upp á skemmtilega fræðslu- og tónlistarstund um Tómas Guðmundsson fyrir nemendur á miðstigi.

skald-i-skolum-2016-forsidaBæklingur með kynningum á dagskránum
og tímabil er kynnt í sumarlok ár hvert.

Verð miðast við fjölda áhorfenda – 250 krónur á hvern nemanda
en lágmarksgreiðsla er þó kr. 25.000,-

Upplýsingar í síma 568 3190 – tinna@rsi.is

Bæklingur 2016:
Skáld í skólum 2016
 (pdf-skjal 3,7 Mb)
Skáld í skólum 2016
 (pdf-skjal 0,9 Mb)

Höfundar að eigin vali. Vert er að minna á að margir höfundar bjóða upp á skemmtilegar dagskrár þar sem þeir fjalla um verk sín og bókmenntir í stærra samhengi. Skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök geta leitað til Höfundamiðstöðvar sem veitir upplýsingar og hefur milligöngu um að bóka slíkar dagskrár og veitir líka ráðgjöf varðandi námskeið og aðra viðburði sem rithöfundar koma að.

Skáld í skólum: skoða eldri dagskrár