Skáld í skólum 2024

Bókmenntadagskrár fyrir grunnskóla

Bókmenntadagskrár Höfundamiðstöðvar RSÍ, Skáld í skólum, hafa verið fastur liður í hauststarfi grunnskólanna síðan 2006. Dagskrárnar eru metnaðarfullar og fræðandi. Höfundar koma í heimsókn til að tala um bækur og lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra og síðast en ekki síst til að smita nemendur af lestrar- og sköpunargleði.

Í ár munu sex höfundar frá Höfundamiðstöð RSÍ heimsækja grunnskólana og fara í ævintýraleiðangur með nemendum og kennurum um veröld bókmenntanna. Þeir munu fjalla um allt sem hægt er að skrifa um; fólk og furður, leyndarmál, óvæntar hliðar tungumálsins, heiminn og geiminn!

Dagskrárnar hafa fyrir löngu sannað sig sem hvetjandi viðbót við ómetanlegt starf kennara og starfsfólks grunnskólanna, en um 80 ólíkar dagskrár hafa orðið til undir formerkjum þessa vinsæla verkefnis.

 

Dagskrá haustsins

SKÁLD Í SKÓLUM 2024 

 

Viltu fá skáld í skólann þinn?

Tímabil: 16. október – 16. nóvember 2024

Að auki er hægt að panta dagskrár á öðrum tímum að höfðu samkomulagi við höfundana. Frestur til að panta dagskrár er til 10. október.

Athugið að mikilvægt er að panta sem fyrst þar sem dagskrár geta verið fullbókaðar á tímabilinu.

Allar upplýsingar og pantanir:

Yfirlit yfir eldri dagskrár:

SKÁLD Í SKÓLUM 2006 – 2023