Gunnarshús

Gunnarshus

Gunnarshús

Rithöfundasamband Íslands hefur aðsetur í Gunnarhúsi við Dyngjuveg 8 og þar fer fram fjölbreytt og lífleg starfsemi á vegum sambandsins. Skrifstofa RSÍ hefur haft aðsetur sitt í Gunnarshúsi síðan 1997 og í húsinu eru þar að auki fjórar vinnustofur sem leigðar eru út til félagsmanna og annarra höfunda. Húsið er enn fremur vinsæll funda- og viðburðastaður félagsmanna RSÍ og árlega eru þar haldin fjölsótt höfundakvöld og aðrar bókmenntatengdar samkomur. Í kjallara hússins er enn fremur gestaíbúð ætluð erlendum höfundum og þýðendum. Nánari upplýsingar um starfsemina í Gunnarshúsi má finna á síðunum hér að neðan:

Saga Gunnarshúss

       Skrifstofa RSÍ

Vinnustofur

Funda- og samkomusalur

Höfundakvöld

Gestaíbúð