Sléttaleiti í Suðursveit

Húsið að Sléttaleiti í Suðursveit er gjöf Guðrúnar Sveinsdóttur í minningu foreldra sinna og bróður. En einnig til að heiðra minningu frænda sins Einars Braga skálds sem var hestastrákur í Sléttaleiti sumarið 1935. Sléttaleiti stendur í grýttri hlíð rétt tvo km austan við Hala (Þórbergssetur). Útsýni er fagurt austur til fjalla í Nesjum og út á veraldarhafið. Ef miðað er við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar í Reykjavík þá eru 381 km að bústaðnum.

Húsið er byggt 2003 og er u.þ.b. 60 m², þar er stór forstofa (byggð 2006), stofa/eldhús, baðherbergi og rúmgóð efrihæð sem er eitt rými. Svefnpláss er fyrir 5. Tvíbreitt rúm og annað 90 cm á svefnloftinu , tvíbreiður svefnsófi í stofu og 3 auka dýnur. Í húsinu er skrifborð ásamt skrifstofustól, borðstofuborð og fjórir stólar (+ 2 klappstólar). Sængur og koddar eru fyrir fjóra, en sængurföt, handklæði, viskastykki og borðtuskur verða gestir að koma með. Í eldhúsinu er ísskápur, eldunarhella, örbylgjuofn, brauðrist, vöfflujárn, handþeytari, kaffivél, hraðsuðukanna, borðbúnaður og áhöld fyrir 6 manns. Í baðherberginu er vaskur, salerni og sturta. Gasgrill og útihúsgögn. Í húsinu er 4G netsamband og er lykilorð fyrir tenginguna skráð á ráderinn.

Ætlast er til að gestir skili húsinu af sér hreinu og láti skrifstofuna vita ef aðkoma er ekki eins og vera ber. Meðan á dvöl stendur bera gestir ábyrgð á húsinu og öllum húsbúnaði. Athugið að skiptitími er á hádegi, ætlast er til að gestir yfirgefi húsið ekki síðar en kl. 12 og að næsti gestur geti tekið við því eftir kl. 12 á hádegi.

Næstu verslanir eru á austurleið í Vík (203 km að Sl) og Kirkjubæjarklaustri (132 km að Sl) en austar Höfn 62 km frá Sléttaleiti.

Skrifstofa RSÍ annast útleiguna á Sléttaleiti til skuldlausra félagsmanna sambandsins. Húsið er í vikuleigu yfir sumarið (föstudagur til föstudags) og kostar vikan 15.000 kr. Haust, vetur og vor er sólarhringsgjald, 2.000 kr. Leiga greiðist eftir dvöl og sendur er reikningur í heimabanka. Lykill er í lyklahúsi á staðnum, leyninúmer fæst hjá skrifstofu.


Dagatal


Bóka Sléttaleiti – utan sumartíma


Staðsetning á korti

Sléttaleiti á korti