
Gunnarshús í Reykjavík er aðsetur Rithöfundasambands Íslands. Í húsinu er einnig gestaíbúð ætluð rithöfundum, þýðendum og öðru bókmenntafólki. Húsið er í austurbæ Reykjavíkur (10 mínútna fjarlægð frá miðbænum með strætisvagni). Dvalartími er frá einni upp í átta vikur.
Leigan er kr. 38.000.- á viku, greiddar eru kr. 6.000 fyrir hvern auka gest.
Gestabúðin er vinnustofa/svefnherbergi, eldhús og bað alls um 60 fm. 90 cm rúm og tvíbreiður svefnsófi. Sængurföt og handklæði fylgja.
Til að bóka íbúðina þarf að fylla út eyðublaðið neðar á síðunni. Sjá einnig dagatal með yfirliti yfir lausar dagsetningar. Frekari upplýsingar um íbúðina má fá hjá skrifstofu sambandsins í síma 568 3190 eða netfangi rsi@rsi.is.





