Kristín Ómarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifast á:
„Rændu mér, segir einhver við einhvern á vorregndegi“
19. apríl 2016
Kæri pennavinur,
Vorrigningar í stórum borgum búa til dularfulla stemmingu hjá manni, hjá börnum og köttum, öllum, og páfagaukum eins og mér. Ofan á flauelsmjúkum blöðum blómanna í marglita fötunum í hillurekkunum hjá blómasalanum skríða regndropar eins og ormar og kuðunga sig í snúð, renna niður eftir dollunum, niður á stétt. Af plastskerminum fyrir ofan drýpur. Meðfram kantsteininum buna lækir. Bílar aka hjá, hjólbarðarnir svissa í pollunum og vatnið hendist á pils, skó, skálmar – fólks sem bíður eftir að komast yfir götuna. Öllum sem eru ungir finnst heimurinn nýr. Öllum sem eru gamlir fá staðfestingu á því að heimurinn verður alltaf nýr og einnig þeir sjálfir, að ártal breytir ekki öllu. Fólk fer á leyndarfundi – við sjálft sig – við aðra – við regnið, eitthvað. Ef hættir að rigna í stundarbil þornar regnið hraðar en í síðasta mánuði. Vá, hvað allt þornar hratt. Og aftur krumpa skýin slæðuna, niður steypist meira steypiregn. Í dag er svoleiðis dagur. Lesa meira