Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Höfundakvöld í Gunnarshúsi haustið 2017

Gunnarshus2

Gunnarshús

Líkt og undanfarin ár verða höfundakvöld í Gunnarshúsi í október og fram í byrjun desember. Kvöldin eru með ýmsu sniði enda sníða þátttakendur þau eftir sínu höfði.

Hver viðburður verður auglýstur sérstaklega þegar nær dregur en hér er birt dagskrá kvöldanna, með fyrivara um breytingar.
Í dag 19. október, kl. 17.00  – Myndabókin – heima og heiman

Myndabókin  – heima og heiman er yfirskrift erindis sem Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður flytur í Gunnarshúsi 19. okt. kl. 17. Erindið var flutt á barnabókaþingi í Bratislava nú í  september. Um leið verður efnt til fagnaðar vegna útgáfu nýrrar myndabókar Ragnheiðar, Mig langar.


Fimmtudaginn 26. október, kl. 20.00 – Kristínakvöld

Lesið upp úr nýjum bókum, útgáfuteiti, léttar veitingar og gleði! Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir . . . Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Kristín Steinsdóttir. Stjórnandi Jórunn Sigurðardóttir.


Fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20.00 – Vorbækur

Bergur Ebbi, Halldóra K. Thoroddsen, Kári Tulinius og Soffía Bjarnadóttir munu lesa upp úr verkum sem komu út að vori. Kynnir verður Heiðrún Ólafsdóttir, og mun hún einnig lesa upp úr nýútkominni ljóðabók.


Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20.00 – Glæpagengi í Gunnarshúsi

Miðvikudaginn 8. nóvember verður glæpakvöld í Gunnarshúsi. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir bókmenntafræðingur spyr úrval íslenskra glæpahöfunda spjörunum úr um aðferðir þeirra, innblástur og nýju bækurnar auðvitað. Höfundarnir eru: Yrsa Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson, Sólveig Pálsdóttir, Guðrún Guðlaugsdóttir, Stefán Máni og Lilja Sigurðardóttir.


Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20.00 (lýsing kemur síðar)


Föstudagur 10. nóvember kl. 20.00 – Félag íslenskra skálda í Lillehammer

FÍSL, félag íslenskra skálda í Lillehammer, heldur upplestrarkvöld föstudag 10. nóvember kl. 20.00. Stofnfélagar FÍSLar, þeir Stefán Snævarr og Sveinbjörn I. Baldvinsson, auk heiðursfélagans  Bubba Morthens,   lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Stefán úr tilraunaskáldsögu sinni Bókasafninu, Sveinbjörn úr ljóðasafni sínu Lífdögum, Bubbi úr nýju ljóðabókinni sinni Hreistur. Sérstakir gestir kvöldsins verða  þeir Þorgrímur Kári Snævarr og Finnur Sigurjón. Þorgrímur les úr skáldsögu sinni Sköglu, Finnur flytur tónlist. Kynnir kvöldsins verður Símon Jón Jóhannsson. Bækur höfundanna verða til sölu á vildarverði.


Fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20.00 – Brotamynd

Ármann Jakobsson kynnir nýja skáldsögu sína Brotamynd. Léttar veitingar verða í boði.


Fimmtudaginn 23. nóvember – Sögufélagið

Kynning á nýútkomnum bókum Sögufélagsins. Steinunn Kristjánsdóttir, Leitin að klaustrunum. Klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Vilhelm Vilhelmsson, Sjálfstætt fólk. Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi. Ritstjórar Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir


Fimmtudagur 30. nóvember – Þýðingar svissneskra bókmennta

Höfundakvöldið 30. nóvember verður helgað tveimur þýðingum úr svissneskum bókmenntum:
Loftslag (Der Mensch erscheint im Holozän) eftir Max Frisch í þýðingu Jóns Bjarna Atlasonar. Þýðandinn og ritstjóri þýðingarinnar, Ástráður Eysteinsson, spjalla um verkið, þýðinguna og höfundinn og les Jón Bjarni stuttan kafla úr bókinni.
Jakob von Gunten eftir Robert Walser í þýðingu Níels Rúnars Gíslasonar. Þýðandinn og ritstjóri þýðingarinnar, Hjálmar Sveinsson, spjalla um verkið, þýðinguna og höfundinn og les Níels Rúnar stuttan kafla úr bókinni. Jórunn Sigurðardóttir stjórnar umræðum.


Fimmtudagur 7. desember – Þýðendakvöld

Árni Óskarsson kynnir þýðingar á Pnín eftir Vladimar Nabokov og Hnotskurn eftir Ian McEwan. Kristín Guðrún Jónsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson kynna annað bindi Smásagna heimsins sem að þessu sinni geymir 22 sögur frá 16 löndum.
Soffía Auður Birgisdóttir kynnir þýðingu sína á Orlandó eftir Virginiu Woolf.
Þórdís Gísladóttir kynnir tvær þýðingar: Velkomin til Ameríku eftir Lindu Boström Knausgård og Allt sem ég ekki man eftir Jonas Hassen.


 


Höfundakvöld í Gunnarshúsi – 19. október kl. 17.00 – Myndabókin – heima og heiman

ragnheidur_gestsdottirsvhv-228x300


Ragnheiður Gestsdóttir
rithöfundur og myndlistarmaður flytur erindi í Gunnarshúsi 19. okt. kl. 17. Erindið var flutt á barnabókaþingi í Bratislava nú í  september. Um leið verður efnt til fagnaðar vegna útgáfu nýrrar myndabókar Ragnheiðar, Mig langar.


Höfundakvöld í Gunnarshúsi í haust

Kæru félagsmenn!

Góð reynsla hefur verið af höfundakvöldum í Gunnarshúsi undanfarin þrjú ár. Á þeim hefur tekist að lyfta jólabókavertíðinni upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma. Í ár er boðið upp á átta fimmtudagskvöld (19. október – 7. desember) sem félagar í RSÍ geta tekið frá ef þeir vilja skipuleggja höfundakvöld.

Höfundur/höfundar skipuleggja kvöldin eftir eigin höfði og sjá um alla framkvæmd. RSÍ leggur til húsið endurgjaldslaust og kynnir viðburðina í miðlum RSÍ. Áhugasamir hafi samband við skrifstofuna s: 568 3190 eða rsi@rsi.is til að bóka.

Kvöldin sem um ræðir eru: 19. og 26. október, 2., 9., 16., 23. og 30. nóvember, 7. desember.


Höfundakvöld – Hallveig Thorlacius

Hallveig Thorlacius les upp úr nýútkomnum bókum í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þriðjudaginn 13. desember kl. 17.

Bækurnar MARTRÖÐ, svo AUGAÐ og nú SVARTA PADDAN eru hörkuspennandi bækur fyrir aldurshópinn 9 til 109 ára og notalegt í skammdeginu að skríða með þær undir sæng.

Bækurnar verða til sölu með áritun höfundar.

Upplestur, veitingar, samvera og rúsínan sem leynist í pylsuendanum: Sigríður Thorlacius ætlar að syngja fyrir frænku sína og gesti. Allir velkomnir.

martrod-augad-svarta-paddan


Sæmundargleði í Gunnarshúsi

allar_kapurcover3_adalst_svFöstudaginn 9. desember koma forleggjarar Sæmundar til Reykjavíkur og efna til lítillar bókamessu í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8. Húsið opnar klukkan 18 en áætluð samkomuslit eru um 21.

Höfundar segja frá bókum sínum í spjalli við gesti og bækur verða seldar á kjarapöllum. Þá stígur sönghópur Listaháskóla Íslands á stokk og í boði verða léttar veitingar, fastar og fljótandi.

Bókaforlagið Sæmundur á Selfossi hefur fært verulega út kvíarnar á síðustu árum og gaf út 20 titla á þessu ári en frá því félagið hóf útgáfu 2001 hafa komið út liðlega 70 titlar.

Sæmundur fagnar þessum umsvifum í húsi Gunnars Gunnarssonar skálds og býður öllum velunnurum og bókavinum að gleðjast og njóta meðan húsrúm leyfir.


Aðventa lesin í Gunnarshúsi á sunnudag

Aðventa lesin  víða um land þann 11. desember

Síðastliðin áratug hefur Gunnarsstofnun í samvinnu við aðra staðið fyrir upplestrdownloadi á Aðventu í desember, bæði hérlendis og erlendis. Aðventa verður að þessu sinni lesin á þremur stöðum sunnudaginn 11. des. Í Reykjavík les Gunnar Helgason rithöfundur söguna í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 hjá Rithöfundasambandinu. Á Akureyri les Pétur Halldórsson fyrrum útvarpsmaður í setustofu Icelandair Hótel Akureyri og á Skriðuklaustri hljómar önnur góðkunnug útvarpsrödd en þar les Gunnar Stefánsson söguna.

Upplesturinn hefst á öllum stöðunum kl. 14.


Höfundakvöld Sögufélags í Gunnarshúsi 8. desember

Fimmtudagskvöldið 8. desember kl. 20:00 stendur Sögufélag fyrir höfundakvöldi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Þar munu höfundar og ritstjórar bókanna sem félagið gefur út í haust kynna verk sín og spjalla um þau við fjóra sagnfræðinga, þau Erlu Huldu Halldórsdóttur, Ragnhildi Hólmgeirsdóttur, Guðmund Jónsson og Ragnheiði Kristjánsdóttur.

Dagskráin verður sem hér segir:

Már Jónsson ræðir bókina Bréf Jóns Thoroddsens, sem hann ritstýrði

Sverrir Jakobsson ræðir bók sína Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281

Hlé

Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir ræða útgáfu skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771, sem þær ritstýra, en fyrstu tvö bindin af sex komu út í ár

Guðni Th. Jóhannesson ræðir bók sína Fyrstu forsetarnir. Embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld

Bækurnar verða til sölu á staðnum og boðið verður upp á kaffi og te, mandarínur og piparkökur. Húsið opnar kl. 19:30, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.