Aðalfundur RSÍ 2020 – Framboðsfrestur

Aðalfundur RSÍ verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl 2020. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 17. mars nk. Kjósa þarf formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann, skv. 5. grein laga Rithöfundasambands Íslands. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 þriðjudaginn 17. mars n.k
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

13 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020, þ.á m. Kláði eftir Fríðu Ísberg og Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson. Rithöfundasamband Íslands óskar tilnefndum höfundum til hamingju með tilnefningarnar! Tilkynnt verður um verðlaunahafann á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík í október og keppa eftirtalin fagurbókmenntaverk um hnossið. Danmörk YAHYA HASSAN 2. Höfundur Yahya […]
Nýju verkefni hleypt af stokkunum: Höfundaheimsóknir í framhaldsskóla

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú hleypt af stokkunum verkefni sem ber heitið höfundaheimsóknir í framhaldsskóla, þar sem rithöfundar heimsækja skólana, hitta nemendur í kennslustund og ræða við þá um bækur sínar. Markmið verkefnisins er að hvetja nemendur til lestrar og auka skilning þeirra og áhuga á bókmenntum og starfi rithöfunda. Höfundaheimsóknirnar hefjast nú á vorönn, í fyrstu […]
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2019

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2019, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 28. janúar. Verðlaunin skiptust í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru: Fræðirit og bækur almenns efnis:Jón Viðar Jónsson: Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965. Útgefandi: Skrudda. Barna- og ungmennabækur:Bergrún Íris Sævarsdóttir: Langelstur að […]
Ljóðstafur Jóns úr Vör

Björk Þorgrímsdóttir, skáld, hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Augasteinn en afhending fór fram við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi þann 21. janúar sl. Alls bárust tvö hundruð þrjátíu og tvö ljóð í keppnina sem var haldin í átjánda sinn. Freyja Þórsdóttir var í öðru sæti og Elísabet Kristín Jökulsdóttir í því þriðja. […]
Dvalarsetur í La Rochelle, auglýst eftir umsóknum

Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Centre Intermondes de la Rochelle í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavik auglýsa eftir umsóknum um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í einn mánuð í júní 2020. Umsóknir skulu vera á ensku. Centre Intermondes is an international space of artistic residency dedicated to contemporary creation in […]
Fjöruverðlaunin 2020

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 15. janúar 2020. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta:Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur (Benedikt bókaútgáfa) Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur (Mál og menning) Í flokki barna- og unglingabókmennta:Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur (Bókabeitan) Þetta í fjórtánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru […]
Guðrún Eva Mínervudóttir hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins

Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut á föstudag viðurkenningu Rithöfundsasjóðs Ríkisútvarpsins. Þetta var í 64. skipti sem sjóðurinn veitir viðurkenninguna, eru þetta elstu rithöfundaverðlaun Íslendinga og eina viðurkenningin sem verðlaunar ævistarf höfunda frekar en einstök verk. Guðrún Eva gaf ung út sína fyrstu skáldsögu og hún hefur verið afkastamikill rithöfundur. Hún hefur gefið út alls 13 bækur, ýmist skáldsögur, ljóð […]
Úthlutun starfslauna til rithöfunda 2020

Launasjóður rithöfunda – 555 mánuðir 12 mánuðirAndri Snær Magnason Auður Jónsdóttir Bergsveinn Birgisson Eiríkur Örn Norðdahl Gerður Kristný Guðjónsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir Hallgrímur Helgason Kristín Eiríksdóttir Kristín Ómarsdóttir Ófeigur Sigurðsson Sjón – Sigurjón B Sigurðsson Steinunn Sigurðardóttir 9 mánuðirAuður Ólafsdóttir Bragi Ólafsson Einar Kárason Einar Már Guðmundsson Gyrðir Elíasson Hildur Knútsdóttir Jón Kalman Stefánsson Linda […]
Leikskáld Borgarleikhússins
