Athugið að þetta er upprunalegi samningurinn frá 2011. Uppfærðar tölur ársfjórðungslega má sjá hér: https://rsi.is/samningar-og-taxtar/taxtar/thydingasamningur-vid-utgefendur-taxtar/
Þá er vakin athygli á því að þar sem samningurinn er frá 2011 er ekki samið um birtingu á streymisveitum og þarf því að semja sérstaklega um það hverju sinni.
________________________________________________________________________________________________________________
Þýðingarsamningur samþykktur af stjórnum Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra
bókaútgefenda
Undirritaðir xxxx, kt. xxxxx, í samningi þessum nefndur þýðandinn og xxxxxxx, kt. xxxxxx, í
samningi þessum nefndur útgefandinn, gera með sér með þeim skilmálum sem að neðan greinir
svofelldan samning um þýðingu á hluta eða heild á verkinu:
________________________________________
Þýðingin er úr ____________________ á _________________________.
Þýðingin er gerð eftir _____________ útgáfu frá árinu _______________.
Handrit skal afhent eigi síðar en ___________.
SKILMÁLAR
A. TEGUND ÞÝÐINGARSAMNINGS
I. Samningur um útgáfu
a) Þýðingarlaun miðast við flokk ____, skv. 8. grein.
b) Grunneintakafjöldi útgáfu í öllum útgáfumyndum er samkvæmt samningi þessum 7.000
eintök.
c) Þýðingarlaun umfram greiðslu fyrir grunneintakafjölda nema 7% af nettóverði í öllum
útgáfumyndum, skv. 8. grein.
d) Fyrirframgreiðsla fyrir þýðingu skv. 8. grein, er 1/3 hluti áætlaðar grunngreiðslu, eða kr.
____________, hafi ekki áður verið gerður samningur um reynsluþýðingu, sbr. grein B. 1.1. og
8. og A. II.
e) Greiðsla fyrir grunneintakafjölda er áætluð kr. ___________.
f) Önnur atriði _____________
Samningurinn er gerður í tvíriti og heldur hvor aðilinn frumriti.
Rísi ágreiningur vegna samningsins má reka mál vegna hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Samningurinn er undirritaður í votta viðurvist.
Staður og dagsetning
_________________________________
Undirskrift þýðanda
_________________________________
Undirskrift útgefanda
II. Samningur um reynsluþýðingu
a) Þýðingarlaun fyrir reynsluþýðingu miðast við flokk D, sbr. 8. grein.
b) Sé reynsluþýðing talin fullnægjandi af útgefanda og komi til útgáfu á verkinu í heild staðfesta
þýðandi og útgefandi lið A. I. í samningi þessum með þeim skilmálum sem þar greinir.
c) Sé reynsluþýðing talin fullnægjandi af útgefanda og komi til útgáfu á verkinu í heild dregst
greiðsla fyrir reynsluþýðingu frá fyrirframgreiðslu þýðingarlauna.
d) Sé reynsluþýðingu hafnað er útgefanda óheimilt að nýta hana frekar.
e) Greiðsla fyrir reynsluþýðingu er áætluð kr. ___________.
f) Önnur atriði _____________
Samningurinn er gerður í tvíriti og heldur hvor aðilinn frumriti.
Rísi ágreiningur vegna samningsins má reka mál vegna hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Samningurinn er undirritaður í votta viðurvist.
Staður og dagsetning
_________________________________
Undirskrift þýðanda
_________________________________
Undirskrift útgefanda
B. GILDISSVIÐ ÞÝÐINGARSAMNINGS
1. gr. Veitt réttindi.
1.1. Almenn ákvæði.
Þýðandinn tekur með samningi þessum að sér þýðingu á því verki sem að framan greinir.
Útgefandinn hefur tryggt sér útgáfurétt verksins með samningi við eiganda höfundarréttar þess
eða hefur með öðrum hætti aflað sér heimildar til útgáfunnar. Þetta ákvæði gildir þó ekki um
reynsluþýðingar þegar útgefandi hefur einvörðungu hug á að kanna færni þýðanda.
Útgefandinn hefur samkvæmt samningi þessum, með þeim skilmálum sem greindir eru hér á
eftir, einkarétt til að framleiða og gefa út þýðinguna í öllum útgáfumyndum í því upplagi sem
hann kýs. Með útgáfumyndum er átt við að þýðingin geti verið gefin út hvort sem er innbundin, í
kilju, hljóðútgáfu eða rafrænni útgáfu.
Grunneintakafjöldi þýðingarinnar í hvaða útgáfumynd sem útgefandi ákveður eru 7.000 eintök.
Útgefanda er heimilt að selja og framleiða þýðinguna eftir að grunneintakafjölda er náð. Þýðandi
á þá rétt á greiðslu sem svarar til 7% af nettósöluverði verksins svo lengi sem það er til sölu og
útgefandi hefur heimild til sölu þess og dreifingar. Með nettósöluverði er átt við tekjur útgefanda
af sölu verksins að frádregnum virðisaukaskatti. Útgefanda ber að tilkynna þýðanda þegar sala
hefur náð 7.000 eintökum og láta þýðanda eftir það árlega í té yfirlit yfir seld eintök og standa skil
á þýðingarlaunum eins og greinir í kafla samningsins um fjárhagslega skilmála (grein 8.)
1.2. Reynsluþýðingar
Útgefandi getur falið þýðanda að þýða einungis lítinn hluta verksins í því skyni að reyna færni
hans áður en gerður er samningur um þýðingu alls verksins og undirrita þá þýðandi og útgefandi
skilmála í grein A. II. Í því tilfelli greiðir útgefandi þýðanda aðeins umsamda eingreiðslu miðað
við flokk D, skv. grein 8. Komi til útgáfu þýðingarinnar í kjölfarið staðfesta útgefandi og þýðandi
samning sinn um þýðingu alls verksins með því að undirrita grein A. I. og taka þá öll ákvæði
þessa samnings gildi.
Rétturinn til þess að gefa út þýðinguna felur ekki í sér að útgefanda sé skylt að gefa hana út.
1.3. Rétturinn til útgáfu
Útgefandi má heimila þriðja aðila aðgang að hluta þýðingarinnar á hvaða hátt sem er, enda sé
það gert í auglýsingar- og/eða kynningarskyni og án endurgjalds til útgefandans. Þýðandinn skal
eiga rétt á upplýsingum um aðgang þriðja aðila að verkinu ef til kemur.
Útgefanda er heimilt að vinna með þriðja aðila við útgáfu á verkinu í þeim útgáfumyndum sem
að ofan er getið. Í tilfelli hljóðútgáfu skal hafa samráð við þýðanda eða handhafa höfundarréttar
þýðingarinnar um lestur verksins og styttingar á því, ef um er að ræða, auk þess sem bjóða skal
þýðanda að hlusta á innlestur verksins.
1.4. Safnrit
Eftir að verkið hefur verið gefið út hefur útgefandi rétt til að birta það eða hluta þess í safnriti og
skal greitt fyrir þá notkun sérstaklega skv. safnritataxta. Óski þýðandi eftir að birta þýðinguna í
safnriti hjá öðrum útgefanda getur hann, ef framlag hans í safnritið er ekki meira en ákveðið er í
17. gr. höfundarlaga, gert það hvenær sem er, að því er varðar safnrit til skólakennslu, en að því
er varðar önnur safnrit þremur árum eftir lok þess árs er fyrsta útgáfa þýðingarinnar kom út. 4
1.5. Önnur not þýðingar
Komi til þess að þýðandi semji um nýtingu þýðingarinnar á annan hátt en þann sem kveðið er á
um í heimildum útgefanda samkvæmt samningi hans við handhafa höfundarréttar, svo sem um
leikgerð, kvikmynd eða sjónvarpsþætti, skal tilkynna útgefanda skriflega um slíka samninga
þegar þeir eru gerðir og um áætlaðan útsendingartíma eða frumsýningardag, þegar slíkt hefur
verið ákveðið.
Þýðandi má ekki semja um upplestur á þýðingunni í útvarpi í heild sinni í tvö ár frá útgáfudegi
verksins án þess að skriflegt samþykki útgefanda liggi fyrir.
2. gr. Gildistími þýðingarsamnings
Öll ákvæði 2. greinar hafa því aðeins gildi að undirritaðir hafi verið skilmálar A.I. og gilda ekki um
reynsluþýðingar.
2.1. Frumútgáfa
Samningur þessi tekur gildi við undirritun. Hafi þýðingin ekki verið gefin út, í hvaða útgáfumynd
sem er, innan fjögurra ára frá gerð þessa samnings, falla niður réttindi útgefanda til að gefa
þýðinguna út. Greiðslur sem útgefandi hefur innt af hendi eru óafturkræfar svo framarlega sem
þýðandi hefur staðið við sinn hluta samningsins, sbr. 5. gr.
2.2. Framlenging samnings
Hafi þýðingin ekki verið gefin út innan fjögurra ára frá gerð samnings þessa er útgefanda og
þýðanda heimilt að framlengja samninginn um önnur fjögur ár.
2.3. Réttindi falla niður
Hafi þýðingin ekki verið gefin út að liðnum átta árum falla öll réttindi samkvæmt samningi
þessum niður að því tilskildu að útgefandi hafi ekki lengur rétt til útgáfu þýðingarinnar með
samningi við höfundarrétthafa verksins.
2.4. Heimild til að semja að nýju
Hafi útgefandi ekki endurnýjað samning sinn við handhafa höfundarréttar verksins og tryggi nýr
útgefandi sér rétt til útgáfu þess, sem þá er fyrri útgefanda óheimil, skal þýðanda heimilt að
semja við þann útgefanda um notkun þýðingar sinnar til útgáfu verksins að nýju án þess að það
verði talið fara í bága við þennan samning. Við útgáfu þýðingarinnar á lögmætan hátt hjá nýjum
útgefanda falla niður öll réttindi samkvæmt samningi þessum.
2.5. Endurútgáfa sama útgefanda
Hafi verkið komið út samkvæmt samningi þessum, en samningur útgefandans við handhafa
höfundaréttar frumtexta fallið úr gildi, skal útgefandinn hafa áframhaldandi heimild til að gefa
þýðinguna út, að því tilskildu að hann hafi endurnýjað samninga sína við höfundarrétthafa
frumtexta. Þetta er háð því skilyrði að þýðingin hafi þá ekki verið gefin út af öðrum útgefanda
samkvæmt lögmætum samningi þar um. Í slíku tilviki gilda skilmálar samnings þessa um
greiðslur til þýðanda og að öðru leyti koma ekki til frekari greiðslur frá hendi útgefanda.
2.6. Endurskoðun og breytingar
Hafi þýðingin verið uppseld hjá útgefanda og er nú gefin út að nýju af sama útgefanda, í hvaða
útgáfumynd sem það er, ber útgefanda að tilkynna það þýðanda. Þýðanda gefst þá kostur á að
koma fram athugasemdum og gera á þýðingunni breytingar og ber útgefanda ekki að greiða
þýðanda fyrir þá vinnu. Ekki skulu líða meira en þrír mánuðir frá því þýðanda er tilkynnt um 5
endurútgáfuna þangað til hann hefur komið athugasemdum sínum á framfæri. Óski útgefandi
eftir því að þýðandi geri breytingar á þýðingunni skal semja um greiðslur fyrir það sérstaklega.
3. gr. Einkaréttur útgefandans
Þýðanda verksins er ljós einkaréttur útgefanda til útgáfu verksins og fénýtingar þess samkvæmt
samningi útgefanda og handhafa höfundarréttar og að honum er óheimilt að ráðstafa þýðingunni
í bága við rétt útgefanda samkvæmt samningi þessum.
4. gr. Framsal útgáfuréttar
Ef réttur útgefanda samkvæmt samningi þessum er þáttur í eignum fyrirtækis má framselja
útgáfuréttinn að þýðingunni samkvæmt samningi þessum til annars útgefanda án samþykkis
þýðanda, sé um að ræða framsal eða eigendaskipti á öllu forlaginu eða hluta af því. Á sama hátt
getur útgefandi með sömu skilyrðum áður en verkið er gefið út framselt útgáfurétt þýðingarinnar
samkvæmt samningi þessum til annars lögaðila. Við framsal útgáfuréttar að þýðingunni er
framseljandi áfram ábyrgur fyrir því að staðið sé við samninginn gagnvart þýðanda.
C. HANDRIT, PRÓFARKIR OG SKIL ÞÝÐINGAR
5. gr. Handrit og skil þýðingar
Samningsaðilar skulu gæta þess að skilatími handrits sé innan raunhæfra tímamarka.
5.1. Frágangur
Fullgert handrit þýðingarinnar afhendist fyrir þann tíma sem tilgreindur er í upphafi samningsins.
Við afhendingu skal handritið vera í tölvutæku formi. Að öðru leyti skal handritið þannig úr garði
gert að ekki falli aukakostnaður á útgefandann vegna óskýrleika eða tækniörðugleika við að kalla
textann fram. Þetta ákvæði gildir jafnt um reynsluþýðingar sem þýðingar til útgáfu.
5.2. Riftun samnings
Hafi handrit þýðingarinnnar ekki verið afhent á umsömdum tíma og í fyrrgreindu ástandi skal
útgefandinn gefa þýðandanum frest í minnst fjórtán daga og getur síðan rift samningnum, hafi
handriti ekki verið skilað að fresti liðnum. Sé samningi rift af framangreindum ástæðum, skal
þýðandi endurgreiða þau þýðingarlaun sem hann hefur þá fengið greidd. Sé það ekki gert innan
mánaðar frá riftun samnings, hafi hluta þýðingar verið skilað eða uppkasti hennar, getur
útgefandi þó ákveðið í stað þess að krefjast endurgreiðslu á þýðingarlaunum að nýta þýðinguna
með þeim hætti að nýr þýðandi verði ráðinn til að ljúka henni á grundvelli þess sem þá liggur
fyrir.
5.3. Frávik
Ef til þess kemur að þýðandi verði vegna veikinda eða annars ófær um að ljúka þýðingunni
samkvæmt samningi þessum skal útgefanda heimilt að ráða nýjan þýðanda til að ljúka henni á
grundvelli þess sem þá liggur fyrir. Í því tilviki skulu útgefanda afhent vinnugögn þýðanda í þeirri
mynd sem þau eru. Þá skal staða verksins metin og greitt hlutfallslega fyrir þýðinguna
samkvæmt samningi þessum. Útgefandi og þýðandi skulu reyna að ná samkomulagi um nýjan
þýðanda til að ljúka verkinu. Upphaflegs þýðanda skal getið við útgáfu verksins, nema hann óski
annars.
5.4. Ágreiningur
Komi til ágreinings milli þýðanda og útgefanda eftir afhendingu handrits um gæði þýðingar og
geti útgefandi sýnt fram á ágalla þýðingar með rökstuddum hætti gefst þýðanda kostur á að
lagfæra þýðinguna. Sé það mat útgefanda að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda hans í
fullbúnu handriti og ljóst sé að leggja í þurfi kostnaðarsamar breytingar til að handritið sé
útgáfuhæft skulu aðilar leita sameinlega til umsagnaraðila sem þeir skulu báðir samþykkja og er
umsögn hans bindandi. Náist ekki samkomulag um umsagnaraðila er aðilum samnings þessa
heimilt að óska eftir því að Þýðingasetur Háskóla Íslands tilnefni slíka aðila. Allur kostnaður
vegna vinnu umsagnaraðila er greiddur af báðum aðilum til jafns. Falli úrskurður útgefanda í vil
heldur hann eftir lokagreiðslu samnings þessa eða 1/3 þýðingarlauna, skv. 8, gr. Falli hins vegar
úrskurður þýðanda í vil ber útgefanda að standa full skil á þýðingarlaunum samkvæmt samningi
þessum.
6. gr. Breytingar á handriti
6.1. Breytingar á fullbúnu handriti
Samningurinn miðast við að þýðandi fái í hendur fullbúinn frumtexta. Ef breytingar eru gerðar á
frumtexta meðan þýðing er í vinnslu skal meta þá vinnu þýðandans aukalega.
6.2. Fullbúið handrit
Eftir að þýðandi hefur skilað fullbúnu handriti getur hann ekki án samþykkis útgefandans gert
slíkar breytingar á verkinu að eðli þess eða stærð breytist verulega. Útgefandinn ákveður
uppsetningu og útlit verksins við útgáfu þýðingar.
6.3. Ritstörf umfram þýðingar
Óski útgefandinn eftir því að þýðandi inni af hendi ritstörf umfram þýðingu, svo sem ritun formála
að þýðingunni, skýringar, atriðisorðaskrár, káputexta og því um líkt, skal greitt sérstaklega fyrir
það samkvæmt gildandi taxta eða sérstöku samkomulagi aðila.
6.4. Reynsluþýðing – staðfest eða hafnað
Telji útgefandi reynsluþýðinguna fullnægjandi að loknum yfirlestri undirrita þýðandi og útgefandi
skilmála A.I. í samningi þessum og um leið taka öll ákvæði samningsins gildi. Í tilviki
reynsluþýðinga hefur útgefandi fullan rétt til þess að staðfesta ekki skilmála A.I. samkvæmt
samningi þessum telji hann þýðinguna ekki fullnægjandi. Æskilegt er að hann rökstyðji mat sitt.
7. gr. Prófarkalestur
7,1. Prófarkir
Þýðandanum er rétt og skylt án sérstaks endurgjalds að lesa fyrstu próförk þýðingarinnar. Fari
hann fram á að lesa fleiri prófarkir skal honum það heimilt. Að öðru leyti sér útgefandinn um
prófarkalestur. Ef þýðandinn skilar ekki próförkum innan þriggja vikna skal líta svo á að hann
samþykki þær og útgefandanum er þá heimilt að láta prenta þýðinguna eftir að innsláttarvillur
hafa verið leiðréttar.
7.2. Umfangsmiklar breytingar
Breyti þýðandinn verki sem hefur verið brotið um í svo ríkum mæli að það hafi í för með sér
meira en 10% aukinn kostnað við umbrot getur útgefandinn krafist þess að þýðandinn greiði það
sem er umfram þau 10% og eftir atvikum dregið það frá greiðslum til þýðanda. Slíka kröfu skal
útgefandi gera eigi síðar en þriggja vikna eftir að prófarkir hafa verið afhentar. 7
D. FJÁRHAGSLEGIR SKILMÁLAR
8. gr. Almenn ákvæði um þýðingarlaun
Fyrir útgáfuréttinn að þýðingunni skal útgefandi greiða þýðingarlaun í samræmi við umfang
þýðingar, eðli verksins sem til þýðingar er og reynslu þýðanda. Miðað er við fjóra flokka:
A
Verk sem hvorki krefst sérstakra rannsókna né umtalsverðrar yfirlegu og er almenns eðlis, s.s.
sakamála- og afþreyingarsögur, handbækur og fræðslurit fyrir almenning, einföld námsgögn og
önnur slík rit.
Kr. 44.928,00 fyrir normalörk þýðingar (16 bls. með 2160 stafabilum á síðu) / kr. 1,30 á stafabil.
B
Verk sem krefst yfirlegu og er unnið af þýðanda með talsverða reynslu, s.s. vandaðar
samtímabókmenntir, sígildar barnabækur, vísindarit, sérhæfð námsgögn og önnur slík rit.
Kr. 63.936,00 fyrir normalörk þýðingar (16 bls. með 2160 stafabilum á síðu) / kr. 1,85 á stafabil.
C.
Verk sem hafa ótvírætt gildi sökum stöðu sinnar sem heimsbókmenntaverk, sígild verk
annálaðra andans jöfra, eða verk sem krefst mikillar rannsóknarvinnu og/eða sérmenntunar og
unnið er af þýðanda með mikla reynslu af þýðingum.
Kr. 81.907,00 fyrir normalörk þýðingar (16 bls. með 2160 stafabilum á síðu) / kr. 2,37 á stafabil.
D.
Reynsluþýðingar, stuttir textar og textabrot, þar með talið káputextar, kynningartextar, tilvitnanir og önnur slík styttri verk.
Kr. 32.832,00 fyrir normalörk þýðingar (16 bls. með 2160 stafabilum á síðu) / kr. 0,95 á stafabil.
Þýðingarlaun fyrir flokk A, B og C greiðast þannig: Við undirskrift greiðist 1/3, við afhendingu fullfrágengis handrits 1/3 og við útkomu þýðingar 1/3.
Þýðingarlaun fyrir flokk D greiðast eftir að þýðandi hefur afhent þýðingu sína og hún lesin yfir. Ef
reynsluþýðing fullnægir ekki þeim skilmálum að vera tæk til þess að skilmálar A.I taki gildi greiðir
útgefandi aðeins samkvæmt taxta D. Að öðrum kosti greiðir hann upphæðina að fullu og dregst
hún þá frá grunnupphæð þýðingarinnar skv. flokkum A, B eða C eftir því sem við á.
Á upphæð þýðingarlauna samkvæmt grein þessari greiðast verðbætur frá og með 1. febrúar
2011 miðað við launavísitölu samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands.
Við gerð þessa samnings er samið um greiðslu þýðingarlauna fyrir 7.000 eintök í hvaða
útgáfumynd sem er, hvort heldur er innbundin bók, kilja, stafræn textaútgáfa eða sem hljóðefni.
Þegar seld hafa verið 7.000 eintök í hvaða útgáfumynd sem er á þýðandi þá rétt á greiðslu sem
svarar 7% af nettósöluverði verksins svo lengi sem verkið er til sölu, hvort heldur er í efnislegri
eða óefnislegri mynd og útgefandi hefur til þess heimild.
Útgefanda ber að tilkynna þýðanda þegar sala hefur náð 7.000 eintökum og láta þýðanda árlega
í té yfirlit yfir þýðingarlaun umfram grunngreiðslu þaðan í frá. Skal útgefandi senda þýðanda
uppgjör liðins árs fyrir lok júní næsta árs og síðan árlega þaðan í frá svo lengi sem verkið er til
sölu. 8
Greiðslur umfram grunngreiðslu þýðingarlauna miðast við 7% af nettósöluverði verksins. Með
nettósöluverði er átt við tekjur útgefanda af sölu verksins að frádregnum virðisaukaskatti.
9. gr. Staðfesting á eintakafjölda og sölu
Útgefandanum er skylt að láta þýðanda í té skriflega yfirlýsingu eða afrit reikninga prentsmiðju,
bókbandsstofu, framleiðanda eða upplýsingar úr sölukerfum þeirra sem annast hafa gerð bókar,
hljóðbókar eða haft hafa með höndum sölu á rafrænum útgáfum eða með öðrum hætti selt
verkið, um prentaðan, framleiddan eða seldan eintakafjölda.
10. gr. Eintök þýðanda
Af fyrstu útgáfu prentaðrar bókar og framleiddrar hljóðbókar samkvæmt samningi þessum skal
þýðandi fá 15 eintök án endurgjalds. Af hverri nýrri útgáfu í prentuðu formi og framleiddum
hljóðbókum fær þýðandi 5 eintök án endurgjalds. Af rafrænum útgáfum og hljóðskrám fær
þýðandi að vista tvö eintök, hvort sem er í tölvu, lestæki, síma osfrv.
Rafrænt afrit af endanlegum texta verksins skal útgefandi afhenda þýðanda eigi síðar en á
útgáfudegi verksins.
E. ÖNNUR ATRIÐI
11. gr. Merking og nafnbirting þýðanda.
Þýðanda skal getið á viðeigandi hátt við kynningu verksins og nafn hans birt á titilsíðu verksins.
Æskilegast er að þýðanda sé einnig getið á kápu eða á umbúðum. Í öllum eintökum verksins
skal vera höfundarréttartákn það sem lýst er í grein III. í Alþjóðasamningnum um höfundarrétt
(Genfarsáttmálanum) ásamt nafni höfundar og þýðanda og ártali fyrstu útgáfu. Merkingin skal
vera svohljóðandi:
© Nafn höfundar eða rétthafa, nafn þýðanda, fyrsta útgáfuár, 2., 3. útgáfa o.s.frv.
Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á
annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar, þýðanda og
útgefanda.
Prentunarstaður og ár.
Merkingunni skal þannig fyrir komið og á þeim stað að hún gefi ljóst til kynna hver sé eigandi
höfundarréttarins. Einnig skal merking segja til um hver séu réttindi útgefandans og hver hafi þýtt
verkið.
12. gr. Undanþága frá fresti
Fresti þá sem tilgreindir eru í samningi þessum má lengja vegna óviðráðanlegra atvika, sem
samningsaðlium verður ekki kennt um, svo sem eldsvoða, verkfalls eða verkbanns,
náttúruhamfara, styrjaldar eða annarra sambærilegra atvika.
13. gr. Ef gerðar eru breytingar á samingi þessum skulu frávik auðkennd sérstaklega.