Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um og fá vilyrði fyrir styrk áður en farseðill hefur verið keyptur en styrkurinn er ekki greiddur út fyrr en afrit af farseðli hefur borist í tölvupósti á netfangið umsoknir@rsi.is. Mikilvægt er að láta öll gögn, sbr. afrit af farseðli, boðsbréfi eða samningi um listamannadvöl, fylgja með umsókn og eru þau send sér á ofangreint netfang. Ljóst þarf að vera að ferðin gagnist höfundi við störf. Gögn sem stutt geta við umsóknina eru t.a.m:
- Samningur um dvöl í viðurkenndum rithöfundabústað
- Boð á hátíð, námskeið eða ráðstefnu (sem þátttakandi)
- Upplýsingar um heimildaleit (lýsing á verki og tilgangi farar)
- Upplýsingar um fund, t.a.m. með útgefendum eða framleiðendum (bréfasamskipti)
- Upplýsingar um samstarfsverkefni höfunda milli landa
Næst verður opnað fyrir umsóknir í mars 2025.