Þórdís Gísladóttir hlýtur Maístjörnuna!

Tilkynnt var í dag að ljóðskáldið Þórdís Gísladóttir hlyti Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun RSÍ og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Verðlaunin hreppti Þórdís fyrir bókina Aðlögun sem út kom hjá Benedikt í fyrra. Í umsögn dómnefndar segir: „Segja má að bókin sé eins konar athugasemdaskýrsla um manneskjuna, áskoranir hennar og ófullkomleika, því „hálfvelgja og athafnaleysi eru ekki viðurkennd […]

Ályktun aðalfundar um Storytel

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands, haldinn í Gunnarshúsi 28. apríl 2025 ályktar: Rithöfundasamband Íslands skorar á Storytel á Íslandi að ganga til samninga við sambandið um rammasamning sem myndi fela í sér sanngjarnt og gagnsætt endurgjald til höfunda af útgáfu hljóðbóka. Þar til slíkir samningar hafa verið gerðir hvetur Rithöfundasambandið félagsmenn til þess að beita sér fyrir […]