Áslaug Jónsdóttir hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins
Þann 8. janúar 2025 var Áslaugu Jónsdóttur veitt viðurkenning Rithöfundasjóðs RÚV. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Viðurkenninguna hlýtur Áslaug fyrir fjölbreytt verk sín og framlag til íslenskra bókmennta, barnamenningar og myndlistar. Áslaug er fjölhæfur listamaður en auk þess að skrifa bækur sem eiga sér aðdáendur á öllum aldri, hérlendis og víða um veröld, er hún mikilvirkur myndskreytir […]