Ályktun stjórnar RSÍ varðandi fyrirhugaðar sumarlokanir bókasafna
Stjórn Rithöfundasambands Íslands mótmælir fyrirhuguðum sumarlokunum flestra útibúa Borgarbókasafnsins í sumar. Með því skerðist þessi nauðsynlega og lögbundna þjónusta við íbúa borgarinnar. Það er að mati stjórnar sérlega viðsjárvert að loka hverfisbókasöfnum á sama tíma og börn hafa ekki aðgang að skólabókasöfnum. Þessa dagana, þegar skólarnir ljúka sínum störfum berast foreldrum hvatningarpóstar frá kennurum og […]