Fjöruverðlaunin 2024

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 7. mars 2024. Kristín Ómarsdóttir hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir Móðurást: Oddný Í rökstuðningi dómnefndar segir: Í Móðurást: Oddný segir Kristín skáldaða sögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifsdóttur. Hún elst upp í stórum systkinahópi í uppsveitum Árnessýslu á seinni hluta nítjándu aldar og er sagan sögð […]