Erlendur Jónsson látinn

Erlendur Jónsson, kennari, rithöfundur og bókmenntagagnrýnandi, lést á Landakoti 17. júlí síðastliðinn, 94 ára að aldri. Erlendur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950. Hann lauk BA-prófi í íslensku og mannkynssögu, auk uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands 1953. Þá stundaði Erlendur nám í enskum og amerískum samtímabókmenntum við Háskólann í Bristol á Englandi […]