Ferðastyrkir félagsmanna – opið fyrir umsóknir

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef sótt er […]

Fræðslufundur um umsóknir í launasjóð

Þriðjudagskvöldið 20. september kl. 19.30 verður fræðslufundur um umsóknir í launasjóð rithöfunda í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt í íslensku við Háskólann á Akureyri, sem sat í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda 2020 – 2022 fer yfir eyðublaðið, gerir grein fyrir vægi atriða og svarar fyrirspurnum.