Ólafur Ormsson látinn

Ólafur Ormsson rithöfundur lést miðvikudaginn 27. október síðastliðinn, 77 ára gamall. Ólafur fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1943. Hann hóf ungur ritstörf. Sat meðal annars í ritstjórn æskulýðssíðu Þjóðviljans og var í hópi útgefenda og höfunda að Lystræningjanum og tónlistartímaritinu TT og stóð að bókaútgáfu. Hann er höfundur að ljóðabókum, skáldsögum og smásagnasöfnum. Fyrsta ljóðabók hans, Fáfniskver, kom út á árinu 1973. […]