Orðstír 2021

Orðstír – heiðursverðlaun fyrir þýðendur íslenskra bókmennta á erlendar tungur, var veitt þann 10. september af forseta Íslands. Verðlaunahafarnir í ár eru Tina Flecken og Tone Myklebost. Þýðingar þessara tveggja mikilvirku kvenna hafa ratað til ótal lesenda á þýsku og norsku málsvæðunum, kynnt þá fyrir íslenskum bókmenntum og þar með opnað dýrmætar dyr milli landa […]