Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hljóta Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 fyrir handrit sitt að bókinni Blokkin á heimsenda. Bókin kemur út í dag, þriðjudaginn 19. maí. Reykjavíkurborg veitir nú Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í annað sinn. Þau eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa […]