Opið bréf og áskorun á menntamálaráðherra frá Hagþenki, Myndstefi og Rithöfundasambandi Íslands

Eftirfarandi stéttar- og fagfélög kalla eftir svörum frá menntamálaráðherra hið fyrsta vegna úthlutunar úr Bókasafnssjóði þar sem brotið er gróflega á rétti félagsmanna okkar. Höfundar sem eiga rétt á afnotagreiðslum fyrir verk sín úr sjóðnum fá þær ekki á réttum tíma þetta vorið þar sem ráðuneytið afgreiðir ekki skipun úthlutunarnefndar, þrátt fyrir margítrekaða kröfu okkar […]