HÁDEGISFUNDUR Í GUNNARSHÚSI 11.MAÍ

Opinn kynningarfundur fyrir félagsmenn RSÍ um Hljóðbókasafn Kæru félagar, við boðum til hádegisfundar í Gunnarshúsi, fimmtudaginn 11. maí næstkomandi, um réttindi höfunda vegna framleiðslu og útlána Hljóðbókasafns. Fundurinn hefst kl. 12:00 og lýkur 13:00. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, gerir stuttlega grein fyrir lagaumhverfinu og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands, skýrir frá starfssemi safnsins. […]