Annað höfundakvöld í Gunnarshúsi: Jón Kalman og Sigurjón Bergþór Daðason
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 22. október kl. 20.00, fer annað höfundakvöld haustsins fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg 8. Þá mun Halla Þórlaug Óskarsdóttir spjalla við þá Jón Kalman Stefánsson og Sigurjón Bergþór Daðason um nýútkomnar bækur þeirra, auk þess sem höfundarnir lesa úr bókum sínum. Allir eru velkomnir meðan stólar leyfa, aðgangseyrir er 1000 krónur […]