Íslensku barnabókaverðlaunin
Ragnheiður Eyjólfsdóttir hlýtur íslensku barnabókaverðlaunin 2015 fyrir fantasíubókina Arftakinn. Bókin var valin úr 28 handritum sem send voru dómnefnd verðlaunanna. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hagaskóla í morgun. Eftir þverflautuleik Sigrúnar Valgeirsdóttur, nemanda við Hagaskóla, lagði skólastjórinn Ómar Örn Magnússon áherslu á mikilvægi þess og fagnaði því að skrifaðar væru spennandi barna- og […]