Search
Close this search box.

Arnaldur heiðraður

Arnaldur Indriðason var í dag sæmdur frönsku orðunni Chevalier des Arts et des Lettres. Athöfnin fór fram í franska sendiherrabústaðnum að viðstöddum fríðum flokki ættingja, vina og velunnara. Með Arnaldi á myndinni er franski þýðandinn Eric Boury.

Íslensku þýðingaverðlaunin 2015 afhent á Gljúfrasteini

Í dag, 23. apríl 2015, voru Íslensku þýðingaverðlaunin afhent í ellefta sinn við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Forseti Íslands afhenti verðlaunin en þau hlaut Gyrðir Elíasson fyrir Listin að vera einn, þýðingu á ljóðum japanska skáldsins Shuntaro Tanikawa. Gyrðir hefur áður hlotið Íslensku þýðingaverðlaunin en þau fékk hann árið 2012 fyrir annað ljóðasafn, Tunglið braust […]

Barnabókaverðlaun skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur

                                                         Birgitta Elín Hassel og Bryndís Björgvinsdóttir. Tvær ung­linga­sög­ur fá barna­bóka­verðlaun reyk­vískra fræðslu­yf­ir­valda 2015; Hafn­f­irðinga­brand­ar­inn eft­ir Bryn­dísi Björg­vins­dótt­ur var val­in besta frum­samda bók­in. Eleanor og Park var val­in best þýdda barna­bók­in en Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magna­dótt­ir sneru þeirri sögu eft­ir banda­ríska rit­höf­und­inn Rain­bow Rowell. Bryn­dís Björg­vins­dótt­ir tók í gær við barna­bóka­verðlaun­um skóla- […]