Arnaldur heiðraður
Arnaldur Indriðason var í dag sæmdur frönsku orðunni Chevalier des Arts et des Lettres. Athöfnin fór fram í franska sendiherrabústaðnum að viðstöddum fríðum flokki ættingja, vina og velunnara. Með Arnaldi á myndinni er franski þýðandinn Eric Boury.
Íslensku þýðingaverðlaunin 2015 afhent á Gljúfrasteini
Í dag, 23. apríl 2015, voru Íslensku þýðingaverðlaunin afhent í ellefta sinn við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Forseti Íslands afhenti verðlaunin en þau hlaut Gyrðir Elíasson fyrir Listin að vera einn, þýðingu á ljóðum japanska skáldsins Shuntaro Tanikawa. Gyrðir hefur áður hlotið Íslensku þýðingaverðlaunin en þau fékk hann árið 2012 fyrir annað ljóðasafn, Tunglið braust […]
Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur
Birgitta Elín Hassel og Bryndís Björgvinsdóttir. Tvær unglingasögur fá barnabókaverðlaun reykvískra fræðsluyfirvalda 2015; Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur var valin besta frumsamda bókin. Eleanor og Park var valin best þýdda barnabókin en Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir sneru þeirri sögu eftir bandaríska rithöfundinn Rainbow Rowell. Bryndís Björgvinsdóttir tók í gær við barnabókaverðlaunum skóla- […]