Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Blóðdropinn 2017: tilnefningar

bloddropinn-tilnefningar-2016Á mynd: Tilnefndir höfundar og staðgenglar þeirra.
Frá vinstri: Pétur Már Ólafsson (fyrir hönd Yrsu Sigurðardóttur), Jónína Leósdóttir, Ragnar Jónasson, Úa Matthíasdóttir (fyrir hönd Arnaldar Indriðasonar) og Lilja Sigurðardóttir.

Tilnefningar til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna 2017, voru kynntar á Borgarbókasafninu í Grófinni miðvikudaginn 7. desember. Það er Hið íslenska glæpafélag sem veitir verðlaunin.

Fram til þessa hefur ekki verið tilnefnt sérstaklega til verðlaunanna, heldur hafa allar íslenskar glæpasögur komið til greina á hverju ári. Með sívaxandi útgáfu hefur þessu fyrirkomulagi nú verið breytt og fimm glæpasögur tilnefndar, en sjálfur Blóðdropinn verður afhentur í vor. Sú glæpasaga sem hlýtur verðlaunin er þar með tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna.

Tilnefningar til Blóðdropans 2017 eru eftirfarandi:

Arnaldur Indriðason: Petsamo (Vaka-Helgafell)
Jónína Leósdóttir: Konan í blokkinni (JPV útgáfa)
Lilja Sigurðardóttir: Netið (JPV útgáfa)
Ragnar Jónasson: Drungi (Veröld)
Yrsa Sigurðardóttir: Aflausn (Veröld)

Í dómnefnd voru þau Kristján Jóhann Jónsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Vera Knútsdóttir.

Pétur Már Ólafsson tók við tilnefningu fyrir hönd Yrsu Sigurðardóttur og Úa Matthíasdóttir veitti viðtöku fyrir hönd Arnaldar Indriðasonar.


Höfundakvöld – Hallveig Thorlacius

Hallveig Thorlacius les upp úr nýútkomnum bókum í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þriðjudaginn 13. desember kl. 17.

Bækurnar MARTRÖÐ, svo AUGAÐ og nú SVARTA PADDAN eru hörkuspennandi bækur fyrir aldurshópinn 9 til 109 ára og notalegt í skammdeginu að skríða með þær undir sæng.

Bækurnar verða til sölu með áritun höfundar.

Upplestur, veitingar, samvera og rúsínan sem leynist í pylsuendanum: Sigríður Thorlacius ætlar að syngja fyrir frænku sína og gesti. Allir velkomnir.

martrod-augad-svarta-paddan


Sæmundargleði í Gunnarshúsi

allar_kapurcover3_adalst_svFöstudaginn 9. desember koma forleggjarar Sæmundar til Reykjavíkur og efna til lítillar bókamessu í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8. Húsið opnar klukkan 18 en áætluð samkomuslit eru um 21.

Höfundar segja frá bókum sínum í spjalli við gesti og bækur verða seldar á kjarapöllum. Þá stígur sönghópur Listaháskóla Íslands á stokk og í boði verða léttar veitingar, fastar og fljótandi.

Bókaforlagið Sæmundur á Selfossi hefur fært verulega út kvíarnar á síðustu árum og gaf út 20 titla á þessu ári en frá því félagið hóf útgáfu 2001 hafa komið út liðlega 70 titlar.

Sæmundur fagnar þessum umsvifum í húsi Gunnars Gunnarssonar skálds og býður öllum velunnurum og bókavinum að gleðjast og njóta meðan húsrúm leyfir.


Aðventa lesin í Gunnarshúsi á sunnudag

Aðventa lesin  víða um land þann 11. desember

Síðastliðin áratug hefur Gunnarsstofnun í samvinnu við aðra staðið fyrir upplestrdownloadi á Aðventu í desember, bæði hérlendis og erlendis. Aðventa verður að þessu sinni lesin á þremur stöðum sunnudaginn 11. des. Í Reykjavík les Gunnar Helgason rithöfundur söguna í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 hjá Rithöfundasambandinu. Á Akureyri les Pétur Halldórsson fyrrum útvarpsmaður í setustofu Icelandair Hótel Akureyri og á Skriðuklaustri hljómar önnur góðkunnug útvarpsrödd en þar les Gunnar Stefánsson söguna.

Upplesturinn hefst á öllum stöðunum kl. 14.


Höfundakvöld Sögufélags í Gunnarshúsi 8. desember

Fimmtudagskvöldið 8. desember kl. 20:00 stendur Sögufélag fyrir höfundakvöldi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Þar munu höfundar og ritstjórar bókanna sem félagið gefur út í haust kynna verk sín og spjalla um þau við fjóra sagnfræðinga, þau Erlu Huldu Halldórsdóttur, Ragnhildi Hólmgeirsdóttur, Guðmund Jónsson og Ragnheiði Kristjánsdóttur.

Dagskráin verður sem hér segir:

Már Jónsson ræðir bókina Bréf Jóns Thoroddsens, sem hann ritstýrði

Sverrir Jakobsson ræðir bók sína Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281

Hlé

Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir ræða útgáfu skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771, sem þær ritstýra, en fyrstu tvö bindin af sex komu út í ár

Guðni Th. Jóhannesson ræðir bók sína Fyrstu forsetarnir. Embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld

Bækurnar verða til sölu á staðnum og boðið verður upp á kaffi og te, mandarínur og piparkökur. Húsið opnar kl. 19:30, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2017

c2ba3e1b-dfa4-4f7d-ac15-ca3df81d0ffe

Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna 6. desember 2016.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fagurbókmenntir

  • Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur
  • Kompa eftir Sigrúnu Pálsdóttur
  • Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur

Fræðibækur og rit almenns eðlis

  • Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur
  • Hugrekki – saga af kvíða eftir Hildi Eiri Bolladóttur
  • Barðastrandarhreppur – göngubók eftir Elvu Björgu Einarsdóttur

Barna- og unglingabókmenntir

  • Doddi: Bók sannleikans! eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur; myndir og kápa Elín Elísabet Einarsdóttir.
  • Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur.
  • Úlfur og Edda: Dýrgripurinn, höfundur texta og mynda er Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Lesa meira


80 ára útgáfuafmæli Aðventu – nýjar útgáfur, málstofa og upplestrar

Um þessar mundir eru liðin 80 ár frá því að skáldasaga Gunnars Gunnarssonar Aðventa kom í fyrsta sinn út hjá Reclam í Þýskalandi og Gyldendal í Danmörku. Sagan af Benedikt og eftirleit hans á Mývatnsöræfum með sínum trygglyndu félögum, Eitli og Leó er klassísk og tímalaus. Á síðustu árum hefur hún verið þýdd á ný tungumál og kemur til að mynda út fyrir þessi jól á hollensku, ítölsku, arabísku og norsku.

Er Benedikt kominn til byggða? – málstofa í Gunnarshúsi

Í tilefni útgáfuafmælisins efna Gunnarsstofnun og Rithöfundasamband Íslands til málstofu um söguna að kvöldi miðvikudags 7. desember á Dyngjuvegi 8 í Reykjavík. Málstofan hefur yfirskriftina Er Benedikt kominn til byggða? Þar munu fjórir fræðimenn fjalla um söguna frá ólíkum sjónarhornum. Þeir eru: Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur, Halla Kjartansdóttir þýðandi og kennari, Trausti Jónsson veðurfræðingur og Hjalti Hugason guðfræðingur. Að loknum stuttum framsögum mun Vésteinn Ólason prófessor emeritus stýra umræðum. Málstofan hefst kl. 20.00 og er öllum opin.

Aðventa lesin  víða um land þann 11. desember

Síðastliðin áratug hefur Gunnarsstofnun í samvinnu við aðra staðið fyrir upplestri á Aðventu í desember, bæði hérlendis og erlendis. Aðventa verður að þessu sinni lesin á þremur stöðum sunnudaginn 11. des. Í Reykjavík les Gunnar Helgason rithöfundar söguna á Dyngjuvegi 8 hjá Rithöfundasambandinu. Á Akureyri les Pétur Halldórsson fyrrum útvarpsmaður í setustofu Icelandair Hótel Akureyri og á Skriðuklaustri hljómar önnur góðkunnug útvarpsrödd en þar les Gunnar Stefánsson söguna. Upplesturinn hefst á öllum stöðunum kl. 14.