Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Guðrún Eva og Andri Snær tilnefnd fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

Bækurnar Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

14 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember.

„Það að skrifa á blautan pappír, hnignun og fýsnir kapítalismans sem brenna til kaldra kola um borð í Scandinavian Star, félagsraunsæislegar lýsingar á nánum samböndum og nánd tungumálsins, höfnun málamiðlana og dalur fullur af plastblómum eru aðeins fáein dæmi um viðfangsefni hinna tilnefndu verka í ár,“ segir í fréttatilkynningu Norðurlandaráðs.

Guðrún Eva Mínervudóttir er tilnefnd fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af.

„Guðrún Eva sýnir hér á listilegan hátt þá miklu næmni sem hún býr yfir sem rithöfundur. Hún færir okkur heim hljóðlátan en ólgandi heim þar sem þrá eftir tengslum, sá djúpstæði kraftur, brýst upp á yfirborðið á ferskan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar um bókina. „Frásögnin tekur á sig blæ keðjusöngs, þar sem raddirnar kvikna ein af annarri, taka við laglínunni og fléttast saman um hríð svo úr verður sérlega áhrifamikið, margradda verk. Yfir öllu liggur værðarvoð öryggis, virðingar og djúps skilnings höfundar á þeim aðferðum sem maðurinn nýtir sér til að lifa af.“

Andri Snær Magnason er tilnefndur fyrir bókina Um tímann og vatnið.

„Í bókinni Um tímann og vatnið kemur það skýrt fram að ætli mannkynið sér að sigrast á umhverfisvá tímans þarf að sameina þá krafta sem felast í vísindalegri þekkingu okkar og persónulegum tilfinningum,“ segir í umsögn dómnefndar. „Rit Andra Snæs Um tímann og vatnið fjallar um jörðina okkar og framtíð barna okkar og annarra afkomenda. Bókin er skrifuð af jafnvægi, þekkingu, skilningi á viðfangsefninu og sterkum vilja til þess að gera heiminn betri en hann er.“

Danir tilnefna skáldsöguna Penge på lommen. Scandinavian Star. Del 1 eftir Astu Oliviu Nordenhof og ljóðabókina Mit smykkeskrin eftir Ursulu Andkjær Olsen.
Finnar tilnefna skáldsöguna Bolla eftir Pajtim Statovci og ljóðabókina Autofiktiv dikt av Heidi von Wright eftir Heidi von Wright. Færeyingar tilnefna ljóðabókina Eg skrivi á vátt pappír eftir Lív Mariu Róadóttur Jæger.
Grænlendingar tilnefna skáldsöguna Naasuliardarpi eftir Niviaq Korneliussen.
Norðmenn tilnefna skáldsögurnar Er mor død eftir Vigdis Hjorth og skDet uferdige huset eftir Lars Amund Vaage. 
Samíska málsvæðið tilnefnir ljóðabókina Gáhttára Iđit eftir Ingu Ravna Eira.
Svíar tilnefna skáldsöguna Strega eftir Johanne Lykke Holm og smásagnasafnið Renheten eftir Andrzej Tichý,
Álandseyingar tilnefna skáldsöguna Broarna eftir Sebastian Johans.

Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum tilnefna verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 verður kynntur þann 2. nóvember í Kaupmannahöfn í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.


Aðalfundur 15. apríl 2021 – framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs

Aðalfundur RSÍ verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2021.

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 10. mars nk. Kjósa þarf tvo meðstjórnendur og einn varamann, skv. 5. grein laga Rithöfundasambands Íslands.

Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 fimmtudaginn 10. mars n.k


Gestadvöl á Hildibrand Hótel

Opið er fyrir bókanir í dvalarsetur á Hildibrand Hótel í Neskaupstað. Dvölin er til eins mánaðar í senn og kostar 50.000 kr. Innifalið er gisting á Hildibrand Hótel, aðgangur að sameiginlegum vinnustofurýmum og frír aðgangur í Sundlaug Norðfjarðar meðan á dvöl stendur. Menningarstofa Fjarðarbyggðar aðstoðar við skipulagningu á upplestrum í skólum og stofnunum, kjósi höfundar það. Greitt er fyrir upplestra og kynningar.

Menningarstofa Fjarðarbyggðar getur einnig útvegað aðgang að fleiri rýmum á vegum sveitarfélagsins bæði til skrifta sem og viðburðahald ef gestir óska þess. Hildibrand Hótel veitir einnig 25% afslátt af mat og drykk á veitingastöðum sínum Beituskúrnum og á Kaupfélagsbarnum.

Aðstaðan er hugsuð til framtíðar. Nú árið 2021 standa til boða 10 dvali . Fleiri en einn geta verið í sama mánuði og byrjað verður að taka á móti fyrstu gestum í mars. Ekki er hægt að bóka júlí og ágúst.

Dvölin er samstarfsverkefni Queer in Iceland artist residency, Menningarsjóðs SÚN, Hildibrand Hótel, Menningarstofu Fjarðabyggðar og Rithöfundasambands Íslands.

Bókanir í dvalarsetrið fara fram í gegnum tengilið Queer in Iceland og Hildibrand Hótel, Hákon Hildibrand Guðröðarson: hakon@hildibrand.is / s: 865 5868. Bókanir varðandi upplestra og aðra viðburði fara fram í gegnum tengilið Menningarstofu Fjarðabyggðar er Jóhann Jóhannsson: johann.johannsson@fjardabyggd.is / s: 8944321


Andri Snær Magnason hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs RÚV

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason

Andri Snær Magnason hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars:

„Viðurkenningar Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins eru fyrstu og elstu rithöfundarverðlaun okkar Íslendinga og þær eru veittar fyrir ævistarf höfundar, frekar en einstök verk. Ævistarf Andra Snæs er ef til vill ekki orðið stórt í blaðsíðum talið, en gæðin hafa verið þeim mun meiri. Trúlega hefur enginn íslenskra nútímahöfunda verið þýddur á fleiri tungumál, og öll hans stærri bókmenntaverk, hvert og eitt einasta, eru margverðlaunuð bæði hér heima og erlendis. Verða þær viðurkenningar ekki allar taldar upp hér, en sérstaklega má geta þess að Sagan af bláa hnettinum var fyrsta barnabókin til að fá íslensku bókmenntaverðlaunin og hlaut Andri Snær hin virtu Kairos lista- og menningarverðlaun fyrir Draumalandið árið 2009 – og er hann eini rithöfundurinn fram til þessa sem hefur hlotið þessa viðurkenningu.“

Andri Snær flutti af því tilefni ávarp. Þar segir hann meðal annars að tímaþjófar úti í heimi hafi krakað til sín stórum hluta af frítíma okkar en það sé verra ef mennskan og traustið hverfi samtímis úr samfélaginu.

Rithöfundasamband Íslands óskar Andra Snæ til hamingju með viðurkenninguna.

Hægt er að hlusta á ávarp Andra Snæs á vef RÚV.


Elísa­bet Rún til La Rochelle

Elísabet Rún

Mynda­sögu­höf­und­ur­inn Elísa­bet Rún var val­in úr hópi um­sækj­enda um dvöl í La Rochelle á veg­um sendi­ráðs Frakk­lands á Íslandi, Centre In­termondes de la Rochelle, Rit­höf­unda­sam­bands Íslands, Alli­ance Française de Reykja­vik og Institut França­is.

Um­sókn­ir um dvöl i La Rochelle voru opn­ar rit­höf­und­um og mynda­sögu­höf­und­um og þurftu þeir að sækja um fyr­ir 4. des­em­ber síðastliðinn. Í nóv­em­ber 2020 kom banda­ríski mynda­sögu­höf­und­ur­inn Dan Christen­sen á veg­um sömu lista­manna­skipta og hélt meðal ann­ars fyr­ir­lestra í Mynd­lista­skóla Reykja­vík­ur á meðan hann dvaldist í Gunnarshúsi.

Elísa­bet Rún er ung­ur mynda­sögu­höf­und­ur og teikn­ari frá Reykja­vik með diplómu í teikn­ingu frá Mynd­lista­skól­an­um í Reykja­vik og í mynda­sögu­teikn­ingu frá ÉESI í Angou­leme, Frakklandi.

Elísa­bet mun dvelja í mánuð í La Rochelle í júní 2021 og fær ferðastyrk frá RSÍ og gist­ingu og vinnu­stofu í boði Centre In­termonde de la Rochelle og Institut Franca­is.


Úthlutun listamannalauna 2021

Til úthlutunar úr launasjóði rithöfunda eru 646 mánaðarlaun, sem er 91 mánaða aukning frá 555 lögfestum mánuðum, til kominn vegna faraldurs.

Starfslaun listamanna eru 409.580 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2021. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Eftirtöldum rithöfundum voru veitt starfslaun

12 mánuðir

 • Andri Snær Magnason
 • Auður Jónsdóttir
 • Bergsveinn Birgisson
 • Einar Már Guðmundsson
 • Eiríkur Örn Norðdahl
 • Elísabet K. Jökulsdóttir
 • Gerður Kristný Guðjónsdóttir
 • Guðrún Eva Mínervudóttir
 • Gyrðir Elíasson
 • Hallgrímur Helgason
 • Hildur Knútsdóttir
 • Jón Kalman Stefánsson
 • Sigrún Pálsdóttir
 • Þórdís Gísladóttir

10 mánuðir

 • Sölvi Björn Sigurðsson

9 mánuðir

 • Bergrún Íris Sævarsdóttir
 • Bergþóra Snæbjörnsdóttir
 • Bjarni M. Bjarnason
 • Bragi Ólafsson
 • Einar Kárason
 • Fríða Ísberg
 • Gunnar Theodór Eggertsson
 • Haukur Már Helgason
 • Hermann Stefánsson
 • Hjörleifur Hjartarson
 • Jónas Reynir Gunnarsson
 • Kristín Eiríksdóttir
 • Kristín Ómarsdóttir
 • Linda Vilhjálmsdóttir
 • Oddný Eir Ævarsdóttir
 • Ófeigur Sigurðsson
 • Pedro Gunnlaugur Garcia
 • Ragnheiður Sigurðardóttir
 • Sigurbjörg Þrastardóttir
 • Steinar Bragi Guðmundsson
 • Tyrfingur Tyrfingsson
 • Vilborg Davíðsdóttir
 • Þórunn Elín Valdimarsdóttir

6 mánuðir

 • Alexander Dan Vilhjálmsson
 • Anton Helgi Jónsson
 • Benný Sif Ísleifsdóttir
 • Bjarni Jónsson
 • Bragi Páll Sigurðarson
 • Dagur Hjartarson
 • Eiríkur Ómar Guðmundsson
 • Emil Hjörvar Petersen
 • Friðgeir Einarsson
 • Guðmundur Jóhann Óskarsson
 • Guðmundur Steingrímsson
 • Guðmundur Sveinbjörn Brynjólfsson
 • Gunnar Helgason
 • Halldór Armand Ásgeirsson
 • Halldór Laxness Halldórsson
 • Haukur Ingvarsson
 • Heiðrún Ólafsdóttir
 • Ísak Hörður Harðarson
 • Kamilla Einarsdóttir
 • Kristín Helga Gunnarsdóttir
 • Magnús Sigurðsson
 • Ragnar Helgi Ólafsson
 • Ragnheiður Eyjólfsdóttir
 • Sigríður Hagalín Björnsdóttir
 • Sigrún Eldjárn
 • Sigurlín Bjarney Gísladóttir
 • Stefán Máni Sigþórsson
 • Steinunn Guðríður Helgadóttir
 • Sverrir Norland
 • Þórdís Helgadóttir
 • Yrsa Þöll Gylfadóttir

3 mánuðir

 • Áslaug Jónsdóttir
 • Birta Ósmann Þórhallsdóttir
 • Brynja Hjálmsdóttir
 • Brynjólfur Þorsteinsson
 • Eva Rún Snorradóttir
 • Harpa Rún Kristjánsdóttir
 • Helgi Ingólfsson
 • Jónína Leósdóttir
 • Kári Tulinius
 • Karl Ágúst Úlfsson
 • Kristín Ragna Gunnarsdóttir
 • Kristín Steinsdóttir
 • Lani Yamamoto
 • María Elísabet Bragadóttir 
 • Ólafur Gunnarsson
 • Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
 • Pétur Gunnarsson
 • Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
 • Soffía Bjarnadóttir
 • Steinunn Sigurðardóttir
 • Sunna Dís Másdóttir
 • Þóra Karítas Árnadóttir
 • Þórarinn Eldjárn
 • Þórarinn Leifsson
 • Ævar Þór Benediktsson


Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008.

Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu,  https://rsi.is/bokasafnagreidslur/umsoknareydublad/

Umsóknarfrestur er til 31. janúar

Vakin er athygli á að þeir sem nú þegar hafa skilað skráningu þurfa EKKI að skrá sig aftur. Ný verk eru sjálfkrafa færð á skrá höfundar.


Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar í Kiljunni á RÚV þann 16. desember.

Að verðlaununum stendur Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar.

Sjö þýðingar eru tilnefndar að þessu sinni, en alls bárust 86 bækur frá 21 útgáfu. Í dómnefnd sitja Guðrún H. Tulinius, Þórður Helgason og Elísabet Gunnarsdóttir, sem jafnframt er formaður nefndarinnar.

Tilnefndir þýðendur eru:

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, fyrir þýðingu sína 43 smámunir eftir Katrin Ottarsdóttir. Dimma gefur út.

Guðrún Hannesdóttir, fyrir þýðingu sína Dyrnar eftir Magda Szabó. Dimma gefur út.

Heimir Pálsson, fyrir þýðingu sína Leiðin í Klukknaríki eftir Harry Martinson. Ugla útgáfa gefur út.

Magnús Sigurðsson, fyrir þýðingu sína Berhöfða líf úrval ljóða eftir Emily Dickinson. Dimma gefur út.

Sigrún Eldjárn, fyrir þýðingu sína Öll með tölu eftir Kristin Roskifte. Vaka-Helgafell gefur út.

Þórarinn Eldjárn, fyrir þýðingu sína Hamlet eftir William Shakespeare. Vaka-Helgafell gefur út.

Þórdís Gísladóttir, fyrir þýðingu sína Álabókin eftir Patrik Svensson. Benedikt útgáfa gefur út.


Verðlaun bóksala

Ár hvert kýs starfsfólk bókaverslana á Íslandi bestu bækur ársins. Verðlaunin voru tilkynnt í Kiljunni þann 16. desember sl.

Fræðibækur og handbækur

1. Konur sem kjósa eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.
2. Spænska veikin eftir Gunnar Þór Bjarnason.
3. Fuglinn sem gat ekki flogið eftir Gísla Pálsson.


Þýddar barnabækur

1. Múmínálfarnir: Stórbók 3 eftir Tove Jansson í þýðingu Guðrúnar Jarþrúðar Baldvinsdóttur.
2. Ísskrímslið eftir David Walliams í þýðingu Guðna Kolbeinssonar.
3. Þar sem óhemjurnar eru eftir Maurice Sendak í þýðingu Sverris Norland.


Íslenskar barnabækur

1. Grísafjörður eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.
2. Íslandsdætur eftir Nínu Björk Jónsdóttur.
3. Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur.


Ævisögur

1. Berskjaldaður eftir Gunnihildi Örnu Gunnarsdóttur.
2. Herra hnetusmör: Hingað til eftir Sóla Hólm.
3. Káinn eftir Jón Hjaltason.


Ungmennabækur

1. Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur.
2. Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur.
3. Dóttir hafsins eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur. 


Ljóð

1. Sonur grafarans eftir Brynjólf Þorsteinsson.
2. Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur.
3. Við skjótum títuprjónum eftir Hallgrím Helgason. 


Þýdd skáldverk

1. Beðið eftir barbörunum eftir J.M. Coetzee í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar og Sigurlínu Davíðsdóttur.
2. Litla land eftir Gael Faye í þýðingu Rannveigar Sigurgeirsdóttur.
3. Sumarbókin eftir Tove Jansson í þýðingu Ísaks Harðarsonar.


Íslensk skáldverk

1. Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.
2. Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur.
3. Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson.


Besta bókakápan

1. Blóðberg, hönnuð af Alexöndru Bühl.
2. Konur sem kjósa, hönnuð af Snæfríði Þorsteins.
3. Herbergi í öðrum heimi, hönnuð af Halla Civelek.


Aðventulestur 2020

Árlegum upplestri á Aðventu Gunnars Gunnarssonar verður streymt á netinu að þessu sinni. Lesari verður Ólafur Darri Ólafsson leikari sem í haust hreif landsmenn með sér í hlutverki annars Benedikts í þáttaröðinni um Ráðherrann. Í þáttunum var óspart vísað í sögu Gunnars og Ólafur Darri er því ekki óvanur að vera í för með þeim Leó og Eitli.

Gunnarsstofnun og Rithöfundasamband Íslands hvetja fólk til að koma sér vel fyrir þriðja sunnudag í aðventu með heitt súkkulaði og smákökur og njóta þessarar perlu íslenska bókmennta.

Lesturinn fer í loftið kl. 13.30 sunnudaginn 13. des. og má hlusta á hann hér: