Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna

fjaran2017Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í gær, 19. janúar 2017.

Verðlaunin hlutu:

Í flokki fagurbókmennta:
Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur

Í flokki barna- og unglingabókmennta:
Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur

Þetta í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt og í þriðja sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna og afhenti verðlaunahöfum blóm. Venju samkvæmt fengu verðlaunahafar keramik-egg eftir listakonuna Koggu. Einnig fengu verðlaunahafar afhent gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði.

Rökstuðningur dómnefnda:

Frá dómnefnd í flokki fagurbókmennta
Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur
Útgefandi: JPV

Skáldverkið Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur geymir fjölradda sagnaheim um sérstakar en þó trúverðugar manneskjur sem reyna að mynda tengsl í oft einmanalegri tilveru. Hér skarast líf og farast á mis, fínlegir þræðir fléttast saman. Textinn er uppfullur af mennsku og ber vott um næmi fyrir margbreytileika sálarlífsins. Höfundur leikur sér með ólík sjónarhorn og hversdagsleikinn og fantasían mætast með óvæntum hætti. Með flæðandi, heillandi stíl fangar höfundurinn skáldskapinn í tilverunni. Frásagnirnar eru ýmist sorglegar, spaugilegar eða þrungnar undirliggjandi óhugnaði, en höfundur leikur áreynslulaust á alla þessa strengi. Verðlaunabókin er samspil radda úr fortíð, nútíð og framtíð sem snerta við lesandanum.

Frá dómnefnd í flokki barna- og unglingabókmennta

Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
Útgefandi: Iðunn

Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur er falleg, vel skrifuð og fræðandi bók um Ísland þar sem fjallað er um birtuna, myrkrið, dýralíf, gróðurfar, mannlíf, íslenska tungu og ýmislegt fleira sem tengist lífi okkar og tilveru á þessari litlu eyju. Höfundar koma vel til skila mikilvægi þess að hugsa vel um landið og að Ísland sé land okkar allra. Uppsetning bókarinnar er afar aðgengileg og hægt að grípa niður í bókina hvar sem er, aftur og aftur, og finna eitthvað sem fangar athyglina. Ríkulegar myndskreytingar mynda heildstætt verk þar sem hver blaðsíðan af annarri er sannkallað listaverk.

Frá dómnefnd í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis

Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur
Útgefandi: Bjartur

Steinunn Sigurðardóttir skrifar í Heiðu, fjalldalabóndanum um unga konu sem er margslunginn persónuleiki, full af andstæðum og fer eigin leiðir í lífinu. Heiða er einyrki á afskekktu sauðfjárbúi sem hellir sér út í sveitarstjórnarstörf vegna andstöðu sinnar við hugmyndir um Búlandsvirkjun í Skaftárhreppi, enda ljóst að virkjun myndi gerbreyta náttúrufari héraðsins. Bókin sýnir bónda sem segist hafa tímabundin umráð yfir landinu og telur það skyldu sína að vernda það. Deilur um virkjunina valda úlfúð í samfélaginu en sagan dregur einnig upp mynd af tryggri fjölskyldu og góðum grönnum. Heiða er persóna sem vekur áhuga lesandans og Steinunn hefur gert meistaraleg skil.

Einnig voru tilnefndar:
Fagurbókmenntir:
Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur
Kompa eftir Sigrúnu Pálsdóttur

Barna- og unglingabókmenntir:
Doddi: Bók sannleikans! eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur; myndir og kápa Elín Elísabet Einarsdóttir.
Úlfur og Edda: Dýrgripurinn, höfundur texta og mynda er Kristín Ragna Gunnarsdóttir.

Fræðibækur og rit almenns eðlis:
Hugrekki – saga af kvíða eftir Hildi Eiri Bolladóttur
Barðastrandarhreppur – göngubók eftir Elvu Björgu Einarsdóttur

Dómnefndir Fjöruverðlaunanna 2017 skipa:

Fagurbókmenntir:
• Guðrún Lára Pétursdóttir, ritstjóri tímaritsins Börn og menning
• Salka Guðmundsdóttir, leikskáld og þýðandi
• Bergþóra Skarphéðinsdóttir, íslenskufræðingur

Barna- og unglingabókmenntir:
• Júlía Margrét Alexandersdóttir, blaðamaður
• Þorbjörg Karlsdóttir, bókasafnsfræðingur
• Arnþrúður Einarsdóttir, kennari

Fræðibækur og rit almenns eðlis:
• Erla Elíasdóttir Völudóttir, þýðandi
• Helga Haraldsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvegaráðuneytinu
• Sigurrós Erlingsdóttir, íslenskukennari


Íslensku barnabókaverðlaunin 2017

isl_barnabok

 

Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2017.

Verðlaunin er frábær stökkpallur fyrir nýja höfunda en öllum er þó frjálst að taka þátt. Skilafrestur er til 8. febrúar næstkomandi. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk höfundarlauna.

Handritið þarf að vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd og því skal skila í fjórum eintökum í umslagi merkt:

Verðlaunasjóður
íslenskra barnabóka
Forlagið
Bræðraborgarstíg 7
101 Reykjavík

Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar skal fylgja í lokuðu umslagi.


Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2017

tomasgudmundssonReykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2017.

Verðlaun að upphæð 700 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit.
Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Úlfhildur Dagsdóttir formaður og Illugi Gunnarsson tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Þórarinn Eldjárn tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands.

Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár.

Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi.

Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2017.

Utanáskrift:
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík.


Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008.

Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu, https://rsi.is/bokasafnagreidslur/

Umsóknarfrestur er til 31. janúar


Bók­mennt­ir mik­il­væg­ar sam­fé­lag­inu

Yfir 90% þjóðar­inn­ar telja ís­lensk­ar bók­mennt­ir mik­il­væg­ar sam­fé­lag­inu og 83,4% eru já­kvæð gagn­vart störf­um rit­höf­unda hér á landi.

Þetta kem­ur fram í könn­un sem MMR hef­ur gert fyr­ir Rit­höf­unda­sam­band Íslands. Könn­un­in sýn­ir nokk­urn mun á af­stöðu fólks eft­ir efna­hag og mennt­un og þá eru kon­ur öllu já­kvæðari gagn­vart bók­mennt­un­um en karl­ar. 1.430 manns svöruðu spurn­ing­um MMR.

Spurt var í fyrsta lagi: Hversu sam­mála eða ósam­mála ertu eft­ir­far­andi full­yrðingu: „Íslensk­ar bók­mennt­ir eru mik­il­væg­ar fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.“  Þá var spurt: Al­mennt séð, hversu já­kvæð(ur) eða nei­kvæð(ur) ertu gagn­vart störf­um ís­lenskra rit­höf­unda?

Könn­un­in var gerð dag­ana 15.-26. des­em­ber sl.


Rithöfundasjóður ríkisútvarpsins – orð ársins

Sölvi Björn Sigurðsson hlaut viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf en tilkynnt var um menningarviðurkenningar RÚV við hátíðlega afthöfn í Efstaleitinu föstudaginn 6. janúar 2017. Þá var „hrútskýring“ valið orð ársins 2016. Að auki voru veittir styrkir úr Tónskáldasjóði RÚV og tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hlaut Krókinn 2016 – viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi flutning á árinu.

Blómið lofsamað

solvi-bjorn-sigurdsson

Skáldsaga Sölva Björns, Blómið – saga um glæp, sem kom út haustið 2016, hefur hlotið góðar viðtökur og lof gagnrýnanda. Bókmenntarýnir Víðsjár hafði þetta að segja um höfundinn: „Sölvi Björn Sigurðsson hefur sýnt að hann er þjóðhagur á flest bókmenntaform. Hann hefur frumsamið og þýtt, laust mál og bundið, notað gamlan efnivið og nýjan. Og allt þetta leikur í höndunum á honum.“

Sjá umfjöllun Steinunnar Ingu Óttarsdóttur um Blómið á RÚV

Meðal verka Sölva Björns, auk Blómsins, eru skáldsögurnar Gestakomur í Sauðlauksdal (2011) og Síðustu dagar móður minnar (2009), ljóðabækurnar Gleðileikurinn djöfullegi (2005), Kristalsaugað (2015) og 50 1/2 sonneta (2015), þýðingar á ljóðum eftir Melittu Urbancic, Robert Burns og Arthur Rimbaud og fræðibækur, svo sem Stangveiði á Íslandi (2013).

Orð ársins

Orðið hrútskýring var valið orð ársins 2016. Á vef RÚV segir þetta um hrútskýringu:

„Orðið er þýðing á enska hugtakinu mansplaining og komst í hámæli á liðnu ári þegar væntanlegur forsetaframbjóðandi var sakaður um athæfið sem orðið á við um; að karlmenn útskýri fyrir konum á yfirlætislegan og lítillækkandi hátt og gefi sér að þeir viti betur. En merkingin hefur víðari skírskotun og í raun geta allir – sem hafa einhvers konar forréttindastöðu gagnvart öðrum – hrútskýrt. Yfirburðirnir geta verið fólgnir í ímynduðu stigveldi hverskonar – í kynhneigð, kynþáttum, aldri eða öðru. En í rauninni þarf ekki að eiga sér stað bein útskýring – hrútskýringar geta birst sem framígrip, þegar einhver grípur orðið á lofti og finnur sig knúinn til að koma viti fyrir viðmælanda sinn eða jafnvel niðurlægja með ímyndaða yfirburði að vopni.Þess má geta að höfundur orðsins er Hallgrímur Helgason rithöfundur og myndlistarmaður.“


Úthlutun starfslauna til rithöfunda 2017

Launasjóður rithöfunda – 555 mánuðir

12 mánuðir
Auður Jónsdóttir
Bergsveinn Birgisson
Bragi Ólafsson
Einar Már Guðmundsson
Eiríkur Örn Norðdahl
Gerður Kristný Guðjónsdóttir
Guðrún Eva Mínervudóttir
Hallgrímur Helgason
Jón Kalman Stefánsson
Kristín Eiríksdóttir
Kristín Ómarsdóttir
Oddný Eir Ævarsdóttir
Ófeigur Sigurðsson
SJÓN – Sigurjón B. Sigurðsson
Steinunn Sigurðardóttir
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

10 mánuðir
Sigurbjörg Þrastardóttir
Steinar Bragi

9 mánuðir
Andri Snær Magnason
Einar Kárason
Gyrðir Elíasson
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Kristín Steinsdóttir
Pétur Gunnarsson
Ragnheiður Sigurðardóttir
Sigurður Pálsson
Sölvi Björn Sigurðsson
Vilborg Davíðsdóttir
Þórarinn Böðvar Leifsson
Þórarinn Eldjárn
Þórdís Gísladóttir

6 mánuðir
Bjarni Bjarnason
Bjarni Jónsson
Brynhildur Þórarinsdóttir
Dagur Hjartarson
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Emil Hjörvar Petersen
Gunnar Helgason
Gunnar Theodór Eggertsson
Hávar Sigurjónsson
Hermann Stefánsson
Hildur Knútsdóttir
Jónína Leósdóttir
Kári Torfason Tulinius
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir
Margrét Örnólfsdóttir
Mikael Torfason
Ólafur Gunnarsson
Sif Sigmarsdóttir
Sigrún Eldjárn
Sigrún Pálsdóttir
Stefán Máni Sigþórsson
Sverrir Norland
Tyrfingur Tyrfingsson

3 mánuðir
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Alexander Dan Vilhjálmsson
Angela Marie Rawlings
Anton Helgi Jónsson
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Guðmundur Jóhann Óskarsson
Halldór Armand Ásgeirsson
Haukur Már Helgason
Huldar Breiðfjörð
Ingibjörg Hjartardóttir
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Kári Páll Óskarsson
Kjartan Yngvi Björnsson
Margrét Vilborg Tryggvadóttir
Óskar Árni Óskarsson
Ragnar Helgi Ólafsson
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
Sigurjón Magnússon
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Sindri Freysson
Snæbjörn Brynjarsson
Soffía Bjarnadóttir
Steinunn Guðríður Helgadóttir
Valgerður Þóroddsdóttir
Valgerður Þórsdóttir
Þóra Karítas Árnadóttir

1 mánuður
Stefán Ómar Jakobsson

úthlutunarnefnd skipuðu:
Dr. Ásdís Sigmundsdóttir, Kjartan Már Ómarsson, Ragnhildur Richter