Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Sviðslistir í brennidepli – Framtíð leikritunar á Íslandi

Umræðukvöld um framtíð leikritunar á Íslandi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8,
mánudaginn 27. mars kl. 20.15.

Frummælendur:
Hrafnhildur Hagalín listrænn ráðunautur Borgarleikhússins
Símon Birgisson handrits- og sýningadramatúrg Þjóðleikhússins
Friðrik Friðriksson leikari og framkvæmdastjóri Tjarnarbíós
Bjarni Jónsson leikskáld

Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri stjórnar umræðum

Hægt er að taka leið 14 nánast upp að dyrum á Gunnarshúsi.

Gunnarshus2


Ævar Þór á Aarhus 39-listanum

AEvarThorBenediktsson_72Alþjóðlega barnabókahátíðin Hay Festival hefur kynnt hinn svokallað Aarhus 39-lista, 39 bestu evrópsku barnabókahöfundana undir 39 ára aldri. Ævar Þór Benediktsson,  var þar á meðal. Hann er staddur í London til að veita viðurkenningunni móttöku og taka þátt í pallborðumræðum um barnabækur.

Höfundarnir á listanum koma til með að vinna saman að metnaðarfullu verkefni fyrir menningarborg Evrópu, Aarhus. Til stendur að halda bókmenntahátíð þar síðar á árinu auk þess sem að út koma tvö söfn með verkum höfundanna á dönsku og ensku.

Í dómnefnd sátu þrír virtir barnabókahöfundar; Kim Fupz Aakeson frá Danmörku, Ana Cristina Herreros frá Spáni og Matt Haig frá Englandi. Höfundarnir sem valdir voru fengu það verkefni að skrifa sögu byggða á þemanu „Ferðalag“ en þær koma út í fyrrnefndum söfnum hjá Alma Books í Bretlandi og Gyldendal í Danmörku. Saga Ævars, ,,Bókaflóttinn mikli”, fjallar um einstaklega vaskan bókasafnsfræðing sem kemst í hann krappan.


Menningarverðlaun DV

sjon

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 voru veitt við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær, miðvikudaginn 15. mars. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu.

Rithöfundurinn Sjón hlaut verðlaunin í flokki bókmennta fyrir skáldsöguna Ég er sofandi hurð, sem er þriðju hluti þríleiksins CoDex 1962. Hann hefur einmitt hlotið verðlaunin fyrir fyrri tvo hluta þríleiksins, Augu þín sáu mig (árið 1995) og Með titrandi tár (árið 2002). Það er einsdæmi að rithöfundur hafi hlotið verðlaunin fyrir alla hluta eins og sama þríleiksins.

Eftirfarandi einstaklingar og hópar hlutu Menningarverðlaun DV 2016.

Bókmenntir – Sjón fyrir skáldsöguna Ég er sofandi hurð.
Fræði – Guðrún Ingólfsdóttir fyrir fræðiritið Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar.
Tónlist – Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari.
Danslist – Helena Jónsdóttir, fyrir brautryðjandastarf í dansmyndagerð á Íslandi.
Leiklist – Sólveig Guðmundsdóttir, fyrir leik sinn í Illsku og Sóley Rós ræstitæknir.
Kvikmyndir – Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival.
Myndlist – Hildur Bjarnadóttir, myndlistarkona og textíllistamaður.
Hönnun – Hönnunarfyrirtækið Tulipop.
Arkitektúr – PKdM arkitektar fyrir skrifstofur og verksmiðju Alvogen í Vatnsmýri.
Lesendaverðlaun dv.is – Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur, og stelpurnar í dansverkinu Grrrls
Heiðursverðlaun – Kristbjörg Kjeld, leikkona.


Jón Kalman Stefánsson tilnefndur til Man Booker-verðlaunanna

kalman

Rit­höf­und­ur­inn Jón Kalm­an Stef­áns­son er til­nefnd­ur til alþjóðlegu Man Booker-verðlaun­anna 2017, ein virt­ustu bók­mennta­verðlaun á heimsvísu, fyr­ir skáld­sög­una Fisk­arn­ir hafa enga fæt­ur (2013). Bók­in kom út í enskri þýðingu Phil­ip Roug­ht­on í fyrra hjá Mac­Lehose Press. Jón Kalm­an er á meðal þrett­án annarra til­nefndra rit­höf­unda frá ell­efu lönd­um. Sigurvegarinn verður kynntur 14. júní nk.

Lista yfir alla tilnefnda höfunda má sjá á heimasíðu Man Booker-verðlaunanna.


Ferðastyrkir – umsóknarfrestur til 1. apríl

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið.  Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ.

Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 1. apríl 2017 nk.


Sviðslistir í brennidepli – kafað í fræðin

Málþing um sviðslistir verður haldið þriðjudaginn 14. mars kl. 20.00 í Gunnarhúsi, Dyngjuvegi 8.
Nýútkomnar eru þrjár bækur sem fjalla um íslenska leiklist frá afar ólíkum sjónarhólum. Höfundarnir þrír segja frá verkum sínum og að því loknu mun Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins spyrja þá út úr og stjórna umræðum. Athugið að kvöldið er hið fyrra af tveimur en síðari hluti málþingsins fer fram 27. mars.

leiklist

 

Íslensk leiklist III en þar rekur Sveinn Einarsson leikstjóri, rithöfundur og fyrrum leikhússtjóri, íslenska leiklistarsögu áranna 1920 til 1960. Hið íslenska bókmenntafélag gefur út.

 

 

 

lóðréttLóðrétt rannsókn: Ódauðleg verk Áhugaleikhúss átvinnumanna 2005-2015 eftir Steinunni Knútsdóttur, sviðslistakonu og forseta sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. Í bókinni varpar Steinunn persónlegu ljósi á tíu ára sögu Áhugaleikhúss atvinnumanna og rekur tilurð leikverkanna sem saman mynda kvintólógíuna „Ódauðleg verk“. Útgefendur Listaháskóli Íslands og Háskólaútgáfan.

Bókin var tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2016.

stef

 

Stef ástar og valds – í sviðsetningum Þórhildar Þorleifsdóttur eftir Trausta Ólafsson leiklistarfræðing. Í bókinni er fjallað um listamanninn Þórhildi Þorleifsdóttur og merkt framlag hennar til íslensks leikhúss undanfarinna áratuga. Útgefandi Háskólaútgáfan.


Kjarakönnun meðal félagsmanna

Kjarakönnun hefur verið send á alla félagsmenn RSÍ og biðjum við ykkur vinsamlegast um að svara henni ef þið hafið tök á og teljið hana eiga við ykkur. Skrifstofa RSÍ hefur nýlega komið sér upp búnaði til að framkvæma kannanir af þessu tagi og við sjáum fram á að geta safnað í sarpinn tölulegum upplýsingum og viðhorfum sem nýtast stjórn og skrifstofu í baráttu fyrir bættu starfsumhverfi félagsmanna. Könnuninni lýkur 20. mars nk.