Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Úthlutun listamannalauna 2022

555 mánuðir voru til úthlutunar úr launasjóði rithöfunda, sótt var um 2628 mánuði.
Starfslaun fá 80 rithöfundar, 41 kona og 39 karlar, 237 umsóknir bárust.

12 mánuðir

 • Andri Snær Magnason
 • Bergsveinn Birgisson
 • Eiríkur Örn Norðdahl
 • Elísabet Kristín Jökulsdóttir
 • Gerður Kristný Guðjónsdóttir
 • Guðrún Eva Mínervudóttir
 • Hallgrímur Helgason
 • Hildur Knútsdóttir
 • Jón Kalman Stefánsson
 • Sölvi Björn Sigurðsson
 • Vilborg Davíðsdóttir
 • Þórdís Gísladóttir

9 mánuðir

 • Auður Jónsdóttir
 • Bergrún Íris Sævarsdóttir
 • Bergþóra Snæbjörnsdóttir
 • Bragi Ólafsson
 • Einar Kárason
 • Einar Már Guðmundsson
 • Gunnar Helgason
 • Gunnar Theodór Eggertsson
 • Hermann Stefánsson
 • Jónas Reynir Gunnarsson
 • Kristín Eiríksdóttir
 • Kristín Ómarsdóttir
 • Oddný Eir
 • Ófeigur Sigurðsson
 • Ragnheiður Sigurðardóttir
 • Sigríður Hagalín Björnsdóttir
 • Sigurbjörg Þrastardóttir
 • Steinar Bragi Guðmundsson
 • Yrsa Þöll Gylfadóttir
 • Þórunn Elín Valdimarsdóttir

6 mánuðir

 • Alexander Dan Vilhjálmsson
 • Arndís Þórarinsdóttir
 • Auður Ólafsdóttir
 • Áslaug Jónsdóttir
 • Benný Sif Ísleifsdóttir
 • Björn Halldórsson
 • Brynhildur Þórarinsdóttir
 • Dagur Hjartarson
 • Eiríkur Ómar Guðmundsson
 • Emil Hjörvar Petersen
 • Friðgeir Einarsson
 • Fríða Ísberg
 • Gyrðir Elíasson
 • Halldór Armand Ásgeirsson
 • Haukur Ingvarsson
 • Haukur Már Helgason
 • Hjörleifur Hjartarson
 • Kristín Helga Gunnarsdóttir
 • Linda Vilhjálmsdóttir
 • Magnús Sigurðsson
 • Margrét Vilborg Tryggvadóttir
 • Ragnar Helgi Ólafsson
 • Ragnheiður Eyjólfsdóttir
 • Sigrún Eldjárn
 • Sigrún Pálsdóttir
 • Stefán Máni Sigþórsson
 • Þórarinn Leifsson
 • Ævar Þór Benediktsson

3 mánuðir

 • Auður Þórhallsdóttir
 • Ása Marin Hafsteinsdóttir
 • Ásgeir H. Ingólfsson
 • Brynjólfur Þorsteinsson
 • Ewa Marcinek
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir
 • Guðmundur Brynjólfsson
 • Halla Þórlaug Óskarsdóttir
 • Ingólfur Eiríksson
 • Ísak Harðarson
 • Kristín Björg Sigurvinsdóttir
 • Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
 • Malgorzata Nowak (Mao Alheimsdóttir)
 • Pedro Gunnlaugur Garcia
 • Soffía Bjarnadóttir
 • Steinunn Helgadóttir
 • Sverrir Norland
 • Tyrfingur Tyrfingsson
 • Úlfhildur Dagsdóttir
 • Þóra Hjörleifsdóttir
 • Þórdís Helgadóttir


Kristín Helga Gunnarsdóttir hlýtur Menningarviðurkenningu RÚV 2021

Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut Menningarviðurkenningu RÚV fyrir ritstörf þann 6. janúar sl. Það var samdóma álit stjórnar sjóðsins að beina sjónum að barnabókmenntum í ár.

Úr umsögn stjórnar:

„Alkunna er að mikil gróska hefur verið í útgáfu barnabóka síðustu ár og misseri. Höfundarnir eru mýmargir og segja má að barnabókin sé oft mun pólitískari nú í seinni tíð og flytji ungu fólki kröftugan boðskap,“ sagði Guðjón Ragnar Jónasson, formaður stjórnar, í ávarpi sem flutt var í Víðsjá á Rás 1. „Kristín leggur líka áherslu á að hún skrifi fjölskyldubókmenntir: Bækur sem fullorðnir og ungir lesi saman. Þannig styrkjum við sagnahefðina sem einkennt hefur samfélögin um aldir.“

Kristín Helga segir í viðtali við Jórunni Sigurðardóttur að hún vilji með því sporna við markaðsöflunum. „Mér finnst svo óþolandi að markaðskerfi hafa ruðst inn í þessa listgrein, ritlistina, og krefji okkur um aldurstakmark á bókum,“ segir hún og vísar til verslana og söluaðila bóka sem vilja merkja barnabækur eftir aldursflokkum. „Ég þarf að segja að mín bók sé fyrir káta krakka á einhverjum aldri, að vísu þarf ég ekki að segja fyrir drengi og stúlkur lengur, þakka skyldi. En ef ég skrifa fyrir fullorðna þá þarf ég ekki að gera það. Sem þyrfti kannski að gera? Fyrir káta karla á aldrinum 45-65 til dæmis? En þetta eru takmörk, við erum að reisa veggi og hefta listgrein. Um leið og þú flytur þig yfir í aðrar listgreinar þá er enginn sem krefur myndlistarmann eða kvikmyndagerðarmann um að aldursgreina alveg niður í mánuði hvað barnið á að vera gamalt til að geta notið listarinnar.“

Rithöfundasamband Íslands óskar Kristín Helgu innilega til hamingju með viðurkenninguna!


Fríða Ísberg hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Forseti Íslands afhenti Íslensku bjartsýnisverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. janúar 2022. Í ár voru þau veitt Fríðu Ísberg, ljóðskáldi og rithöfundi. Upptöku af athöfninni má sjá á facebook síðu forseta.

Fríða hefur unnið við ritlist lengi þrátt fyrir ungan aldur og hlotið ýmsar viðurkenningar. Hún hefur skrifað útvarpsleikrit, ljóðabálk fyrir norska ljóðahátíð, verið leiðbeinandi, ritstjóri og gagnrýnandi svo fátt eitt sé nefnt. Verk Fríðu hafa verið þýdd, eða eru væntanleg í þýðingu, á fjórtán tungumálum. Fyrsta skáldsaga hennar, Merking, kom út nú í haust og hefur hlotið verðskuldaða athygli.

Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið veitt árlega frá árinu 1981 og hefur forseti Íslands verið verndari verðlaunanna frá upphafi. ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. 


Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2021

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar þann 15. des. sl. Að verðlaununum stendur Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Sjö bækur eru tilnefndar að þessu sinni, en alls bárust um 70 bækur frá 15 útgáfum.

Tilnefndir þýðendur eru:

Ásdís R. Magnúsdóttir, fyrir þýðingu sína Fríða og dýrið, franskar sögur og ævintýri fyrri alda. Háskólaútgáfan gefur út.

Gunnar Þorri Pétursson, fyrir þýðingu sína Tsjernobyl-bænin. Höfundur Svetlana Aleksíevítsj. Angústúra gefur út.

Hallgrímur Helgason, fyrir þýðingu sína Hjartað mitt. Höfundar Jo Witek og Christine Roussey. Drápa gefur út.Þetta verk fjallar um hjartað og um það sem í því býr, allar tilfinningarnar.

Jóhann Hauksson, fyrir þýðingu sína Rannsóknir í heimspeki. Höfundur Ludwig Wittgenstein. Háskólaútgáfan gefur út.

Jón St. Kristjánsson, fyrir þýðingu sína Glæstar vonir. Höfundur Charles Dickens. Mál og menning gefur út.

Jón Hallur Stefánsson, fyrir þýðingu sína Ef við værum á venjulegum stað. Höfundur Juan Pablo Villalobos. Angústúra gefur út.

Sólveig Sif Hreiðarsdóttir, fyrir þýðingu sína Á hjara veraldar. Höfundur Geraldine McCaughrean. Kver útgáfa gefur út.


Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021 voru kynntar 1. desember sl. á Kjarvalsstöðum.

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar 2022 af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Formenn dómnefndanna þriggja, Andri Yrkill Valsson, Hanna Steinunn Þorleifsdóttir og Ragna Gestsdóttir munu koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni, Gísla Sigurðssyni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Félag íslenskra bókaútgefenda kostar verðlaunin.

Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Guðrún Ása Grímsdóttir – Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III. Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag

Kristjana Vigdís Ingvadóttir – Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu : Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku. Útgefandi: Sögufélag

Sigrún Helgadóttir – Sigurður Þórarinsson : Mynd af manni I-II. Útgefandi: Náttúruminjasafn Íslands

Snorri Baldursson – Vatnajökulsþjóðgarður: Gersemi á heimsvísu. Útgefandi: JPV útgáfa

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir – Bærinn brennur : Síðasta aftakan á Íslandi. Útgefandi: JPV útgáfa

Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki barna- og ungmennabóka:

Arndís Þórarinsdóttir – Bál tímans : Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár. Myndhöfundur: Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Mál og menning

Guðlaug Jónsdóttir og Hlíf Una Bárudóttir myndhöfundur – Í huganum heim. Útgefandi: Guðlaug Jónsdóttir og Karl K. Ásgeirsson

Jakob Ómarsson – Ferðalagið : styrkleikabók. Útgefandi: Af öllu hjarta

Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir myndhöfundur – Reykjavík barnanna. Útgefandi: Iðunn

Þórunn Rakel Gylfadóttir – Akam, ég og Annika. Útgefandi: Angústúra

Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki skáldverka:

Arnaldur Indriðason – Sigurverkið. Útgefandi: Vaka Helgafell

Guðni Elísson – Ljósgildran. Útgefandi: Lesstofan

Hallgrímur Helgason – Sextíu kíló af kjaftshöggum. Útgefandi: JPV útgáfa

Kamilla Einarsdóttir – Tilfinningar eru fyrir aumingja. Útgefandi: Veröld

Svikaskáld : Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir – Olía. Útgefandi: Mál og menning

LESA MEIRA


Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008.

Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu: https://rsi.is/bokasafnagreidslur/umsoknareydublad/

Umsóknarfrestur er til 31. janúar

Vakin er athygli á að þeir sem nú þegar hafa skilað skráningu þurfa EKKI að skrá sig aftur. Ný verk eru sjálfkrafa færð á skrá höfundar.


Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2022

Gleði ríkti á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 2. desember 2021 þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Í flokki barna- og unglingabókmennta

 • Ótemjur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
 • Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
 • Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis

 • Kristín Þorkelsdóttir eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og Birnu Geirfinnsdóttur
 • Kvár, hvað er að vera kynsegin? eftir Elísabetu Rún
 • Sigurður Þórarinsson: Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur

Í flokki fagurbókmennta:

 • Merking eftir Fríðu Ísberg
 • Dyngja eftir Sigrúnu Pálsdóttur
 • Tanntaka eftir Þórdísi Helgadóttur

Rithöfundasamband Íslands óskar höfundum til hamingju með tilnefningarnar!

Lesa meira!


Einkaleg kvöldstund í Gunnarshúsi fimmtudaginn 9. des.

Fimmtudaginn 9. des kl. 20:00 lesa Eva Rún Snorradóttir, Kristín Ómarsdóttir og Valgerður Ólafsdóttir upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Eva Rún Snorradóttir kynnir og les upp úr bókinni Óskilamunir, smásagnasafni sem kom út í haust. Óskilamunir eru sögur um ástir sem finnast og tapast, hvernig sársauki mótar okkur, um allt það sem brotnar en ekki síst brotin sem enginn vitjar. Hvernig við leitum með veiku ljósi að leið í gegnum þetta ævarandi grímuball sem lífið er. Hversdagslegar og prívat sögur um lesbískar ástir.

Kristín Ómarsdóttir kynnir og les upp úr bókinni Borg bróður míns, sem fjallar um hömlur og auðmýkt, kröfur og uppgjöf, sveigjanleika, orðleysi og vanmátt og veiklunda hugrekki, sögurnar gerast meira og minna í borg – sem má þekkja og ímynda sér – inn í minnstu einingum borgar: herbergjum og eldhúsum og stofum og í fjörum og kirkjugörðum og á víðavangi. Þetta er óbeint framhald Einu sinni sagna, sem samið var af tvölfalt yngri höfundi.

Valgerður Ólafsdóttir kynnir og les upp úr bókinni Konan hans Sverris: Hildur er laus úr erfiðu hjónabandi og styrkur hennar eykst dag frá degi. Hún lítur til baka og hugsar um mynstrin sem við lærum svo rækilega að á endanum vefjast þau um háls okkar eins og níðþungir hlekkir. Konan hans Sverris er saga um ofbeldi og eftirsjá en einnig um þrautseigju og sátt.

Bækurnar eru allar gefnar út hjá Benedikt bókaútgáfu. Hægt að fá áritaðar bækur. Notaleg stemmning. Piparkökur og mandarínur.


Aðventa lesin í Gunnarshúsi

Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri 12. desember, þriðja sunnudag í aðventu.

Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 les Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, leikkona og handritshöfundur, og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri les heimamaðurinn Þór Ragnarsson áhugaleikari. Lesturinn hefst á báðum stöðum kl. 13.30.

Gunnar Gunnarsson skrifaði nóvelluna Aðventu árið 1936 og kom hún út í fyrsta sinn það ár í Þýskalandi. Síðan þá hefur sagan um Benedikt, Eitil og Leó verið lesin víða um heim af milljónum manna, ekki síst í desember. Aðventa er það verk Gunnars sem þýtt hefur verið á flest tungumál og selst í stærstum upplögum.

Allir eru velkomnir á þessa kyrrðarstund í amstri aðventunnar en fjöldi gesta verður takmarkaður við þrjátíu. Boðið verður upp á kaffi og smákökur með lestrinum sem tekur rúmar tvær klukkustundir. Streymt verður frá lestrinum í Gunnarshúsi á fésbókarsíðu Rithöfundasambandsins.