Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Auður Ava fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Ör

aua

Tilkynnt var um verðlaunin á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Ósló í Noregi.

Skáldsagan Ör segir frá Jónasi Ebeneser, 49 ára fráskildum, valdalausum og gagnkynhneigðum karlmanni. Jónas sér fátt framundan í lífi sínu annað en að binda enda á það. Af tillitssemi við sína nánustu, einkum einkadótturina Guðrúnu Vatnalilju, ákveður hann að fara úr landi til að fullkomna ákvörðun sína og hann tekur með sér borvél.

Áður hefur Norðurlandaráð verðlaunað Ólaf Jóhann Sigurðsson (1976), Snorra Hjartarson (1981), Thor Vilhjámsson (1988), Fríðu Á. Sigurðardóttur (1992), Einar Má Guðmundsson (1995), Sjón (2005) og Gyrði Elíasson (2011).

Ör er fimmta skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur. Hún er listfræðingur að mennt. Árið 1998 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Upphækkuð jörð. Bókin þótti óvenjuleg bæði hvað varðar efni og efnistök. Önnur skáldsaga hennar, Rigning í nóvember, leit dagsins ljós sex árum síðar. Hún vakti mikla athygli fyrir sína þriðju, Afleggjarann, sem kom út árið 2007.

Auður hefur bæði skrifað leikrit og sent frá sér eina ljóðabók auk þess sem hún hefur skrifað söngtexta fyrir hljómsveitina Milky Whale. Bækur Auðar hafa einnig verið gefnar út í öðrum löndum og hafa átt góðu gengi að fagna, einkum á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi.


Höfundakvöld í Gunnarshúsi 1. nóvember

45045120_472966466444737_7931453798432636928_n
Fjórir blaðamenn lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Bergrún Írís Sævarsdóttir kynnir bók sína : Langelstur í leynifélaginu. Guðrún Guðlaugsdóttir les úr sakamálasögunni :Erfðaskráin. Páll Benediktsson les úr bók sinni : Kópur – Mjási, Birna og ég. Sigurður Hreiðar les úr bók sinni : Meðan ég man – leiftur frá liðinni tíð.
Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20.00 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8.
Frítt inn og allir velkomnir!


Höfundakvöld í Gunnarshúsi 31. október

AÐ LJÓÐI MUNT ÞÚ VERÐA

 Ljóð-SSNý ljóðabók eftir Steinunni Sigurðardóttur verður kynnt á höfundarkvöldi í Gunnarshúsi 31. október kl 20.00.

Fríða Ísberg, Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir lesa og spjalla, ásamt höfundi.

 Allir velkomnir!


Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn

Jonshus1web

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019.

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 2. janúar til 17. desember 2019.
Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss: jonshus.dk (fræðimannsíbúð).

Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 29. október nk.


Ljóðstafur Jóns úr Vör

JúrV

Lista- og menningarráð Kópavogs efnir í átjánda sinn til ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Ljóðunum skal skilað í fjórum eintökum undir dulnefni ekki síðar en 7. desember. Með hverju ljóði þarf að fylgja lokað umslag merkt dulnefninu sem inniheldur upplýsingar um nafn, símanúmer og netfang skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra vinnings- og viðurkenningarljóðum verða opnuð en öllum öðrum gögnum eytt. Athugið að ljóðin mega ekki hafa birst áður.

Ljóðstafurinn verður afhentur ásamt viðurkenningum sunnudaginn 20. janúar 2019 við hátíðlega athöfn í Salnum.

Utanáskrift er: Ljóðstafur Jóns úr Vör, Menningarhúsin í Kópavogi, Digranesvegi 1, 200 Kópavogur.


Fræðslukvöld um bókhald og skattaskil

Þriðjudagskvöldið 23. október n.k. verður fræðslukvöld um bókhald og skattskil rithöfunda í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, kl. 19:30 – 21:00.
Inga Jóna Óskarsdóttir viðurkenndur bókari stýrir fræðslunni.

Bókhald og pappírinn í umhverfi þeirra sem stunda skapandi skrif :
Er pappírinn að flækjast fyrir þér – er eitthvað sem ég þarf að vita meira um?
Ertu verktaki? Ertu launþegi ? Hver er munurinn?
Hvaða reglur gilda um reiknað endurgjald og einkanot?
Hvað er mat á hlunnindum?
Hvað eru gjöld eru til að afla teknanna? Og hvað get ég því dregið frá tekjum?
Skila á launatengdum gjöldum – hvernig geri það og hvar?
Rekstrarlíkan til að nota við áætlanagerð (sýnishorn) og hvað er eyðublaðið 4,11 sem ég þarf að gera með skattframtalinu mínu.
Vsk umhverfi – eða hvað ?